Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. ágúst 2019 09:03
Magnús Már Einarsson
Tyrkneskt félag vill fá Birki Bjarna
Birkir Bjarnason í leik gegn Tyrkjum í júní.
Birkir Bjarnason í leik gegn Tyrkjum í júní.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tyrkneska félagið Denizlispor hefur áhuga á að fá íslenska landsliðsmanninn Birki Bjarnason í sínar raðir samkvæmt fréttum í tyrkneskum fjölmiðlum.

Hinn 31 árs gamli Birkir er félagslasus þessa dagana en hann komst að samkomulagi um starfslok hjá Aston Villa fyrr í mánuðinum.

Birkir er eftirsóttur þessa dagana en umboðsmaður hans sagði á dögunum að SPAL og Genoa í Serie A hafi bæði boðið honum tilboð.

Denizlispor hefur líka áhuga en liðið vann stórlið Galatasaray 2-0 í fyrstu umferðinni í Tyrklandi um síðustu helgi.

Yucel İldiz, þjálfari Denizlispor, hefur sagt að félagið vilji bæta við sig tveimur nýjum leikmönnum fyrir lok félagaskiptagluggans þann 2. september.

Á meðal leikmanna Denizlispor er Hugo Rodallega fyrrum framherji Wigan og Fulham.
Athugasemdir
banner