Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 23. mars 2024 21:06
Brynjar Ingi Erluson
Vináttulandsleikir: 17 ára með sigurmark á Wembley
Endrick skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í kvöld
Endrick skoraði sitt fyrsta A-landsliðsmark í kvöld
Mynd: Getty Images
Brasilía lagði England að velli, 1-0, í vináttulandsleik á Wembley í kvöld en það var hinn 17 ára gamli Endrick sem skoraði sigurmarkið þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

Leikurinn var fínasta skemmtun fyrir áhorfendur. Færin voru á báða bóga en það var Jordan Pickford sem átti fyrstu vörslu kvöldsins er hann sá við Rodrygo.

Kyle Walker, fyrirliði enska liðsins, þurfti að fara af velli eftir tuttugu mínútur vegna meiðsla aftan í læri og kom Ezri Konsa inn í hans stað.

Ollie Watkins komst nálægt því að koma Englendingum yfir stuttu síðar en Fabricio Bruno kom til bjargar á síðustu stundu.

Kobbie Mainoo, leikmaður Manchester United, kom inn á í sínum fyrsta A-landsleik með Englandi, aðeins 18 ára gamall á meðan hinn 17 ára gamli Endrick kom inn af bekknum í lið Brasiilíu.

Endrick reyndist hetja Brasilíumanna er hann hirti frákast eftir að Pickford varði skot Vinicius Junior. Fyrsta A-landsliðsmark hans fyrir Brasilíu.

Lokatölur 1-0 fyrir Brasilíu sem hafði tapað síðustu fjórum leikjum sínum, en þetta var fyrsta tap Englands síðan á HM í Katar fyrir tveimur árum.

England 0 - 1 Brasilía
0-1 Endrick ('80 )

Danmörk 0 - 0 Sviss

Slóvakía 0 - 2 Austurríki
0-1 Christoph Baumgartner ('1 )
0-2 Andreas Weimann ('82 )

Írland 0 - 0 Belgía
Athugasemdir
banner
banner
banner