Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mán 23. maí 2022 18:10
Ívan Guðjón Baldursson
Dortmund fær framtíðarfyrirliða Kölnar (Staðfest)
Özcan á 128 leiki að baki fyrir Köln.
Özcan á 128 leiki að baki fyrir Köln.
Mynd: EPA

Borussia Dortmund er búið að krækja í tyrkneska miðjumanninn Salih Özcan, sem var fyrirliði upp unglingastarfið hjá FC Köln og átti að vera framtíðarfyrirliði félagsins.


Özcan hefur átt frábært tímabil og verið lykilmaður í liði Kölnar sem endaði í sjöunda sæti þýsku deildarinnar og spilar því í Sambandsdeildinni í haust.

Özcan er 26 ára gamall og fór upp í gegnum yngri flokka Kölnar þar sem hann bar yfirleitt fyrirliðabandið.

Miðjumaðurinn baráttuglaði á einn A-landsleik að baki fyrir Tyrkland, sem kom gegn Ítalíu fyrr á þessu ári, en áður fyrr var hann gríðarlega mikilvægur hlekkur í yngri landsliðum Þjóðverja. Özcan á yfir 50 leiki að baki fyrir yngri landsliðin, þar á meðal 15 leiki fyrir U21.

Dortmund borgar 6 milljónir evra fyrir Özcan sem þrefaldast næstum í launum við félagaskiptin. Hann mun berjast við Emre Can um byrjunarliðssæti hjá sínu nýja félagi.


Athugasemdir
banner
banner
banner