Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. október 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Liverpool í miklu basli á útivöllum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur varað leikmenn sína við því að þeir þurfi að spýta í lófana og gera betur á útivöllum til að komast upp úr riðli sínum í Meistaradeildinni.

Liverpool tapaði á útivelli gegn Napoli í fyrstu umferðinni en marði síðan Red Bull Salzburg á heimavelli á dögunum. Í kvöld mætir liðið Genk á útivelli í Belgíu.

Í fyrra tapaði Liverpool öllum þremur útileikjum sínum í riðlakeppninni en komst samt áfram með níu stig og endaði á að vinna keppnina.

Liverpool hefur samanlagt einungis unnið einn af síðustu tíu útileikjum sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en sá leikur var gegn Maribor í Slóveníu fyrir tveimur árum.

„Í fyrra vorum við heppnir hversu jafn riðillinn var því við gátum tapað þrívegis á útivelli og ennþá átt möguleika á að komast upp úr riðlinum. Það gerist ekki í ár. Þetta er allt öðruvísi," sagði Klopp.

„Við getum ekki bara treyst á heimaleikina eða eitthvað slíkt. Auðvitað eru Evrópukvöldin á Anfield mjög sérstök en önnur lið geta líka búið til sérstakt andrúmsloft."
Athugasemdir
banner
banner
banner