Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. mars 2021 14:42
Elvar Geir Magnússon
Gaf tvö rauð og dæmdi tvö víti þegar hann flautaði síðast hjá Íslandi
Icelandair
Srdjan Jovanovic hafði í nægu að snúast þegar hann dæmdi síðast hjá Íslandi.
Srdjan Jovanovic hafði í nægu að snúast þegar hann dæmdi síðast hjá Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Serbneski dómarinn Srdjan Jovanovic verður með flautuna í Duisburg annað kvöld þegar Þýskaland og Ísland mætast í undankeppni HM.

Allt teymið kemur frá Serbíu en þess má geta að ekki er notast við VAR í undankeppninni.

Jovanovic er 34 ára gamall og hefur verið FIFA dómari frá árinu 2015. Fyrsti A-landsleikurinn sem hann dæmdi var leikur hjá Íslandi. Það var vináttulandsleikur gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum árið 2016. Sá leikur var í Dúbaí og endaði með 2-1 tapi Íslands.

Hann dæmdi svo 0-1 tap Íslands gegn Englandi á Laugardalsvelli í Þjóðadeildinni í september í fyrra.

Eftir markalausan leik í 90 mínútur þá fór allt í gang í uppbótartíma. Englendingar, sem misstu Kyle Walker af velli með rautt spjald um miðjan seinni hálfleik, fengu víti eftir að skot Raheem Sterling fór í hönd Sverris Inga Ingasonar.

Sverrir fékk svo annað gult og þar með rautt áður en Raheem Sterling skoraði sigurmarkið úr vítinu. Í blálok uppbótartímans fékk Ísland síðan víti, Birkir Bjarnason fór á punktinn en skaut yfir markið.

Þess má svo geta að tyrkneskur dómari sér um dómgæsluna í U21 landsleik Íslands gegn Rússlandi á morgun. Halil Umut Meler heitir sá kappi.
Athugasemdir
banner
banner
banner