Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. mars 2024 23:51
Brynjar Ingi Erluson
Ákveður framtíð sína á næstu mánuðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid og þýska landsliðsins, mun taka ákvörðun um framtíð sína á næstu mánuðum en hann greindi frá þessu í viðtali við TVE.

Þessi 34 ára gamli leikmaður verður samningslaus í sumar og hefur ekki enn tekið ákvörðun hvort hann ætli að vera áfram hjá Real Madrid eða fara annað.

Um helgina snéri hann aftur á völlinn með þýska landsliðinu eftir þriggja ára fjarveru og lagði meðal annars upp fyrsta markið í 2-0 sigri á Frakklandi.

Real Madrid er að gera sér vonir um að Kroos verði áfram í eitt tímabil til viðbótar.

„Ég mun ákveða framtíð mína í næsta mánuði eða eftir tvo mánuði, þá munum við sjá hvað gerist,“ sagði Kroos.

Kroos var einnig spurður út í mögulega komu Kylian Mbappe til félagsins.

„Mbappe? Við viljum alltaf hafa bestu leikmennina í Real Madrid og hann er einn af þeim. Ég veit hins vegar ekki hvað hann er búinn að ákveða,“ sagði Kroos enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner