Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 24. mars 2024 22:49
Brynjar Ingi Erluson
Eiður Aron semur við Vestra (Staðfest)
Eiður Aron er mættur í Vestra
Eiður Aron er mættur í Vestra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjamaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson er genginn í raðir Vestra en hann fékk félagaskipti sín í gegn í dag.

Eiður Aron er 34 ára gamall varnarmaður sem var síðast á mála hjá ÍBV.

Hann gegndi hlutverki fyrirliða í byrjun síðasta tímabils en það breyttist um miðbik tímabilsins.

Á dögunum var síðan tilkynnt að knattspyrnudeild ÍBV hefði náð samkomulagi við Eið Aron um að rifta samningnum, en upphaflega átti samningurinn að renna út á næsta ári.

Eiður fór með Vestra í æfingaferð til Spánar á dögunum og hefur hann nú formlega gengið í raðir félagsins, en hann verður löglegur með liðinu á morgun er það mætir Gróttu í A-deild Lengjubikarsins.

Vestri mun spila í Bestu deildinni á komandi leiktíð eftir að hafa unnið Aftureldingu í úrslitaleik í umspili Lengjudeildarinnar á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner