Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 24. mars 2024 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hlín skoraði í slæmu tapi - Alexandra tapaði í toppslag
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Alexandra Jóhannsdóttir spilaði 70 mínútur þegar Fiorentina tapaði mikilvægum stigum í toppbaráttunni á Ítalíu í dag.


Fiorentina tapaði 3-0 en liðið er í 3. sæti deildarinnar með 39 stig, níu stigum á undan Inter en fimm stigum á eftir Juventus og fimmtán stigum á eftir toppliði Roma.

Duisburg er í miklum vandræðum í þýsku deildinni en liðið er tíu stigum frá öruggu sæti eftir 3-0 tap gegn RB Leipzig í dag. Ingibjörg Sigurðardóttir var í byrjunarliði Duisburg. Aðeins fimmtán stig eru eftir í pottinum.

Hlín Eiríksdóttir og Katla Tryggvadóttir voru í byrjunarliði Kristianstad þegar liðið steinlá gegn Hacken í sænska bikarnum. Leiknum lauk með 7-2 sigri Hacken en Hlín skoraði fyrra mark Kristianstad.

Guðný Árnadóttir kom inn á sem varamaður.

Kristín Dís Árnadóttir lék allan leikinn fyrir Bröndby þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegnFortuna Hjörring í dönsku deildinni. Bröndby er á toppnum, aðeins stigi á undan Nordsjælland.


Athugasemdir
banner
banner
banner