Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 24. maí 2021 13:55
Ívan Guðjón Baldursson
Danmörk: Aron Elís lagði upp í stórsigri
Mynd: Getty Images
Aron Elís Þrándarson var í byrjunarliði Odense og lagði upp fyrsta mark leiksins í 4-0 sigri gegn botnliði Horsens.

Liðin mættust í lokaumferð danska deildartímabilsins og lýkur Odense keppni í níunda sæti, með 43 stig úr 32 leikjum. Sveinn Aron Guðjohnsen var ónotaður varamaður í liði Odense.

Frederik Schram varði þá mark Lyngby í jafntefli gegn Vejle.

Frederik varði þrjú skot og fékk tvö mörk á sig í 2-2 jafntefli, en leikurinn var þýðingarlítill í ljósi þess að Lyngby var þegar fallið niður um deild.

Vejle er í næsta sæti fyrir ofan Lyngby, tólf stigum ofar.

Odense 4 - 0 Horsens
1-0 B. Kadrii ('35)
2-0 I. Jebali ('38)
3-0 B. Kadrii ('65)
4-0 S. Reese ('74, sjálfsmark)

Vejle 2 - 2 Lyngby
1-0 A. Mucolli ('25)
1-1 F. Winther ('39)
1-2 M. Rasmussen ('45)
2-2 W. Faghir ('50)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner