Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 24. ágúst 2021 21:18
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Þróttur náði stigi gegn Fram
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Tveimur síðustu leikjum kvöldsins í Lengjudeildinni var að ljúka rétt í þessu og var mikil dramatík á lokamínútunum í báðum leikjum.

Fallbaráttulið Þróttar R. tók á móti toppliði Fram og komst yfir snemma leiks þegar Róbert Hauksson skoraði laglegt mark eftir sendingu frá Viktori Elmari Gautasyni.

Alexander Már Þorláksson jafnaði tuttugu mínútum síðar eftir fyrirgjöf og hélt Fram góðri pressu á Þróttara án þess þó að taka forystuna.

Framarar mættu inn í seinni hálfleikinn af fullum krafti og skoraði Þórir Guðjónsson með skalla eftir fyrirgjöf.

Fram stjórnaði leiknum og komst nálægt því að bæta við marki en heimamenn náðu að stela stigi með jöfnunarmarki undir lokin.

Sam Hewson skoraði þá sturlað mark beint úr aukaspyrnu af 20-25 metra færi. Skotið fór í slána og inn og lokatölur 2-2. Þróttur er aðeins þriðja liðið í Lengjudeildinni til að taka stig af Fram.

Það breytir því ekki að Þróttarar eru líklegir til að falla þar sem þeir eru sjö stigum frá öruggu sæti með fjóra leiki óspilaða.

Þróttur R. 2 - 2 Fram
1-0 Róbert Hauksson ('4 )
1-1 Alexander Már Þorláksson ('24 )
1-2 Þórir Guðjónsson ('56 )
2-2 Sam Hewson ('90 )

Lestu um leikinn



Grótta tók þá á móti Grindavík og kom Sigurður Bjartur Hallsson gestunum yfir eftir góða fyrirgjöf frá Viktori Guðberg Haukssyni.

Kjartan Kári Halldórsson jafnaði níu mínútum síðar með glæsilegu marki eftir frábært einstaklingsframtak. Hann fékk boltann úti á kanti, kom inn á völlinn og smellti knettinum í samskeytin.

Síðari hálfleikur var nokkuð bragðdaufur og einkenndist af mikilli baráttu en það var dramatískt sigurmark undir lokin. Sigurvin Reynisson skoraði þá skallamark eftir hornspyrnu með síðustu snertingu leiksins.

Lokatölur 2-1 og sigla bæði lið lygnan sjó um miðja deild eftir úrslit kvöldsins. Grótta er sex stigum frá öðru sætinu en Eyjamenn sitja í því og eiga tvo leiki til góða.

Grótta 2 - 1 Grindavík
0-1 Sigurður Bjartur Hallsson ('24 )
1-1 Kjartan Kári Halldórsson ('33 )
2-1 Sigurvin Reynisson ('96 )

Lestu um leikinn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner