Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fim 24. október 2019 16:57
Magnús Már Einarsson
Baldur Sig á förum frá Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, er á förum frá félaginu en þetta var staðfest í yfirlýsingu í dag. Baldur átti ár eftir af samningi sínum við Stjörnuna en hann er nú á förum.

„Á fundi eftir keppnistímabilið í sumar varð ljóst að hugmyndir þjálfara Stjörnunnar og Baldurs um mögulegt hlutverk innan liðsins á komandi tímabili færu ekki saman og varð niðurstaðan sú að nú skilji leiðir að minnsta kosti tímabundið," segir í yfirlýsingu frá Stjörnunni.

Baldur er 34 ára gamall miðjumaður en hann hefur leikið með Stjörnunni undanfarin fjögur ár. Í sumar spilaði Baldur átján leiki í Pepsi Max-deildinni, þar af fjórtán í byrjunarliði.

Baldur kom til Stjörnunnar frá SönderjyskE í Danmörku fyrir sumarið 2016. Á árunum 2009 til 2015 lék Baldur með KR en þar áður var hann hjá Bryne í Noregi. Þá hefur Baldur einnig leikið með Keflavík og Völsungi á ferli sínum.

Yfirlýsing Stjörnunnar
Stjarnan og Baldur Sigurðsson hafa komist að samkomulagi um að leiðir skilji.
Baldur sem hefur verið hjá félaginu frá 2016 lék 92 leiki fyrir félagið og varð bikarmeistari 2018. Baldur var lengi vel í lykilhlutverki, meðal annars fyrirliði liðsins. Á fundi eftir keppnistímabilið í sumar varð ljóst að hugmyndir þjálfara Stjörnunnar og Baldurs um mögulegt hlutverk innan liðsins á komandi tímabili færu ekki saman og varð niðurstaðan sú að nú skilji leiðir að minnsta kosti tímabundið.
Baldri eru þökkuð góð störf fyrir félagið og óskað velfarnaðar í framtíðinni.
Baldur, takk fyrir okkur!
Athugasemdir
banner
banner
banner