Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fim 24. október 2019 19:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víti dæmt á Smalling í uppbótartíma - Fékk boltann beint í smettið
Mynd: Getty Images
Roma og Borussia Mönchengladbach gerðu rétt í þessu jafntefli í leik sínum í Evrópudeildinni.

Nicolo Zaniolo kom Roma yfir eftir um hálftíma leik og virtist allt benda til þess að heimamenn í Róm myndu sigra leikinn. Gestirnir frá Gladbach fengu hins vegar gjöf í uppbótartíma.

Víti var þá dæmt á Chris Smalling en líklegast taldi dómarinn að boltinn hefði farið í hönd miðvarðarins sem er á láni frá Manchester United. Boltinn fór hins vegar beint í smettið á honum og því galinn dómur. Lars Stindl steig á punktinn og tryggði gestunum eitt stig.

Myndband af atvikinu má sjá hér og hér að neðan er mynd af boltanum við andlit Smalling.



Athugasemdir
banner
banner
banner