Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. mars 2021 20:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hindrun í átt að markmiðinu - „Ætlum að mæta í stríð við Dani"
Icelandair
Alex Þór Hauksson, miðjumaður U21 landsliðsins.
Alex Þór Hauksson, miðjumaður U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu U21 landsliðsins.
Frá æfingu U21 landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Alex Þór Hauksson, miðjumaður íslenska U21 landsliðsins, sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir tap gegn Rússlandi í opnunarleik riðlakeppni Evrópumótsins.

Íslenska liðið sýndi ekki sínar bestu hliðar í dag og vondur kafli í fyrri hálfleik fór með þennan leik. Á þeim kafla skoruðu Rússar þrjú mörk. Leikurinn endaði 4-1.

„Það er virkilega gaman að prófa sig á sviði þeirra bestu, þetta eru topp sextán lið Evrópu og virkilega gaman að máta sig við frábæra leikmenn. Þetta var kaflaskiptur leikur af okkar hálfu, við vorum með fína stjórn varnarlega og svo kemur slæmur kafli. Það er mikið af smáatriðum sem verða að vera í lagi á svona stóru sviði," sagði Alex Þór.

„Mér fannst jákvætt hjá liðinu að við komum okkur saman og gáfum allt fyrir okkar land. Við eigum mun betri síðari hálfleik sem er eitthvað sem við munum klárlega byggja á í þessu móti."

„Eftir fyrsta markið vorum við staðráðnir í því að halda okkar leikskipulagi, við trúum á það fram í rauðan dauðan. Við ætluðum að vera þolinmóðir en Rússarnir voru gríðarlega góðir í að finna millisvæðið sem við vildum loka, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við tökum ekkert af þeim, þeir eru með frábæra leikmenn en við hefðum átt að gera betur. Í raun og veru var þetta ólíkt okkur því styrkleikar okkar liggja í að loka þessum svæðum og spurning um smáatriði sem verða að vera í lagi."

Alex var spurður að því hvort það hefði verið stress í leikmönnum Íslands í byrjun leiks.

„Ég myndi ekki segja stress, mér fannst góður gír en vissulega komu feilsendingar hér og þar. Kannski smá blanda af smá stressi, vellinum, tempói - ég get í raun ekki alveg svarað því."

„Auðvitað er virkilega svekkjandi að tapa, við ætluðum okkur sigur og því var ákveðið svekkelsi inn í klefa. Það vita allir að það er hundfúlt að tapa og við erum ekki í þessu til þess. Mér fannst mikil samstaða, strax leitað lausna og farið í hvað betur þarf að fara."

„Þetta er æðisleg upplifun, frábær hópur og virkilega gaman að vera hérna. Við erum búnir að stefna lengi að þessu og þó svo þetta hafi verið hindrun að okkar markmiði þá verður maður að sýna þroska og læra af því. Við þurfum að setja þetta í reynslubankann, við tökum reynslunni opnum örmum við erum staðráðnir í að gera betur í næsta leik."

„Ég held að við getum allir stigið upp og ætlum að horfa fram veginn. Það eru tveir mikilvægir leikir eftir. Við ætlum að mæta í stríð við Dani," sagði Alex en næsti leikur er gegn Danmörku á sunnudaginn.

Sjá einnig:
Davíð Snorri: Ekkert búið og lok, lok og læs
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner