Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 25. mars 2024 19:35
Brynjar Ingi Erluson
Rice með fyrirliðabandið gegn Belgíu
Mynd: Getty Images
Declan Rice, leikmaður Arsenal, verður með fyrirliðabandið er enska landsliðið mætir Belgíu í vináttulandsleik á morgun.

Rice, sem er 25 ára gamall, mun spila sinn 50. landsleik á morgun og verður það afar sérstakur leikur fyrir hann en þar mun hann einnig bera fyrirliðabandið.

Gareth Southgate, þjálfari landsliðsins, tilkynnti um ákvörðun sína í dag.

Kyle Walker var með bandið í leiknum gegn Brasilíu um helgina, en hann verður ekki með á morgun vegna meiðsla og verður það því Rice sem fær þetta hlutverk.

Harry Kane er aðalfyrirliði landsliðsins en hann er einnig að glíma við meiðsli og er þegar farinn til Þýskalands í meðhöndlun.

Rice verður tólfti Arsenal-maðurinn til að bera fyrirliðabandið, en Sol Campbell gerði það síðast fyrir 19 árum síðan í vináttulandsleik gegn Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner