Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 25. júní 2022 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Brighton fær framherja frá Nordsjælland (Staðfest)
Simon Adingra
Simon Adingra
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton er búið að ganga frá kaupum á Simon Adingra en hann kemur frá danska félaginu Nordsjælland.

Adingra er 20 ára gamall og kemur frá Fílabeinsströndinni en hann kom til Nordsjælland frá Right To Dream-akademíunni í Gana fyrir tveimur árum.

Framherjinn skoraði 10 mörk og lagði upp 4 í öllum keppnum með danska liðinu á síðustu leiktíð.

Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton hefur fylgst með leikmanninum í einhvern tíma og hefur nú staðfest kaupin á honum.

Brighton greiðir Nordsjælland tæpar 7 milljónir punda en félagið tilkynnti komu hans í gær.

Þetta er annar leikmaðurinn sem Brighton kaupir í sumar en Julio Enciso kom til félagsins frá Libertad á dögunum.
Athugasemdir
banner