Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 25. október 2020 22:02
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir kvöldsins: Partey flottur - Vardy maður leiksins
Youri Tielemans átti magnaða sendingu upp völlinn í marki Vardy.
Youri Tielemans átti magnaða sendingu upp völlinn í marki Vardy.
Mynd: Getty Images
Partey átti góðan leik.
Partey átti góðan leik.
Mynd: Getty Images
Leicester City lagði Arsenal að velli á Emirates leikvanginum eftir að hafa setið í vörn nánast allan leikinn.

Jamie Vardy er kominn til baka úr meiðslum og var honum skipt inn á 60. mínútu þegar staðan var enn markalaus. Tuttugu mínútum síðar gerði hann það sem reyndist vera sigurmark Leicester.

Vardy var valinn sem maður leiksins hjá Sky Sports. Hann og Jonny Evans eru einu leikmennirnir sem fengu 8 í einkunn. Kasper Schmeichel, Wesley Fofana, Christian Fuchs og Cengiz Ünder, kom einnig inn af bekknum og lagði upp sigurmark Vardy, fengu allir 7 fyrir sinn þátt.

Harvey Barnes þótti slakastur í liði Leicester og fékk 5, rétt eins og flestir leikmenn í liði Arsenal.

Kieran Tierney og Thomas Partey eru einu leikmenn heimamanna sem fengu 7 í einkunn.

Arsenal: Leno (6), Bellerin (6), Luiz (5), Gabriel (5), Tierney (7), Xhaka (6), Partey (7), Ceballos (5), Saka (5), Lacazette (5), Aubameyang (5).
Varamenn: Mustafi (5), Pepe (5)

Leicester: Schmeichel (7), Castagne (6), Fofana (7), Evans (8), Fuchs (7), Justin (6), Mendy (6), Tielemans (6), Praet (6), Barnes (5), Maddison (6).
Varamenn: Vardy (8), Under (7)



Wolves tók þá á móti Newcastle og stjórnaði leiknum frá upphafi til enda. Úlfunum líður eflaust svolítið eins og leikmönnum Arsenal þar sem þeir komust yfir á 80. mínútu en fengu ódýrt og óverðskuldað jöfnunarmark í andlitið undir lokin.

Jacob Murphy gerði mark Newcastle beint úr aukaspyrnu og var hann valinn maður leiksins. Murphy er kantmaður sem átti flottan leik í stöðu hægri vængbakvarðar í fimm manna varnarlínu.

Murphy fékk 8 fyrir sinn þátt og var enginn annar á vellinum sem fékk svo háa einkunn.

Wolves: Patricio (6), Boly (7), Coady (6), Kilman (6), Semedo (7), Dendoncker (6), Neves (7), Neto (7), Saiss (6), Jimenez (7), Podence (7).
Varamenn: Marcal (6), Traore (6)

Newcastle: Darlow (7), Schar (6), Lascelles (7), Fernandez (7), Lewis (6), Murphy (8), Hendrick (7), Fraser (6), Almiron (7), Saint-Maximin (6), Wilson (6).
Varamenn:Joelinton (5), Longstaff (5)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner