Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. mars 2024 18:42
Brynjar Ingi Erluson
U21: Þungt tap gegn Tékkum
Icelandair
Ísland tapaði fyrir Tékkum
Ísland tapaði fyrir Tékkum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Tékkland U21 4 - 1 Ísland U21
1-0 Václav Sejk ('12 )
2-0 Daniel Fila ('20 )
3-0 Christophe Kabongo ('50 )
4-0 Daniel Fila ('69 )
4-1 Kristall Máni Ingason ('78 , víti)
Lestu um leikinn

Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tapaði fyrir Tékklandi, 4-1, í undankeppni Evrópumótsins í dag.

Tékkar pressuð hátt á íslenska liðið snemma leiks og var aðeins tímaspursmál hvenær fyrsta markið kæmi.

Adam Karabec var að fara illa með íslenska liðið og var það hann sem átti stoðsendinguna að fyrsta markinu. Hann kom með sendingu á hausinn á Vaclav Sejk sem stangaði boltann í netið.

Átta mínútum síðar kom annað markið. Michal Sevcik átti þá fyrirgjöf inn í teig á Daniel Fila sem kom boltanum örugglega í netið.

Íslenska liðið brást ágætlega við eftir annað markið. Hilmir Rafn Mikaelsson átti besta færið í fyrri hálfleiknum en skot hans fór af varnarmanni og aftur fyrir endamörk.

Tékkar byrjuðu síðari hálfleikinn eins og þann fyrri. Christophe Kabongo skoraði eftir að Valgeir Valgeirsson reyndi að hreinsa boltanum frá. Boltinn fór í Kabongo, sem náði síðan að leggja hann fyrir sig og skora.

Ísland var hársbreidd frá því að minnka muninn nokkrum mínútum síðar en Tékkar björguðu á línu. Heimamenn refsuðu fimmtán mínútum síðar er Daniel Fila skoraði eftir sendingu Sevcik.

Tæpum tíu mínútum síðar fengu Íslendingar vítaspyrnu er Valgeir var tekinn niður í teignum og var það Kristall Máni Ingason sem skoraði úr spyrnunni.

Það reyndist eina mark Íslands í leiknum og lokatölur því 4-1 Tékkum í vil.

Ísland er í 3. sæti riðilsins með 6 stig eftir fjóra leiki en ekki er öll von úti. Wales er á toppnum með 11 stig, en hefur spilað tveimur leikjum meira en Ísland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner