Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 26. desember 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir kvöldsins: Mina og Cancelo bestir - Gylfi fær 7
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson var meðal bestu leikmanna vallarins er Everton lagði Sheffield United að velli í ensku úrvalsdeildinni fyrr í kvöld.

Gylfi Þór gerði eina mark leiksins þegar lítið var eftir, hann fékk þá boltann á góðum stað í vítateig Sheffield og fann glufu á milli varnarmanna til að leggja knöttinn í netið.

Kólumbíski miðvörðurinn Yerry Mina var besti maður vallarins samkvæmt einkunnagjöf Sky Sports og var enginn annar á vellinum sem fékk 8 í einkunn.

Gylfi Þór fékk 7 fyrir sinn þátt, rétt eins og flestir samherjar hans og mótherjar. Það var enginn sem átti áberandi slakan leik.

Sheffield Utd: Ramsdale (6), Baldock (6), Basham (7), Egan (7), Robinson (7), Stevens (7), Osborn (7), Ampadu (7), Burke (7), Brewster (6), McGoldrick (7).
Varamenn: McBurnie (6), Norwood (7), Mousset (6).

Everton: Pickford (6), Holgate (7), Mina (8), Keane (7), Godfrey (7), Doucoure (7), Davies (7), Gordon (6), Sigurdsson (7), Iwobi (7), Calvert-Lewin (7).
Varamenn: Bernard (7), Coleman (7), Gomes (6).



Í Manchester var portúgalski bakvörðurinn Joao Cancelo bestur ásamt þýska miðjumanninum Ilkay Gündogan.

Þeir fengu 8 í einkunn í 2-0 sigri Manchester City gegn Newcastle. Flestir leikmenn City fengu 7 fyrir sinn þátt að undanskildum Ederson sem hafði lítið að gera og fékk 6.

Þrír leikmenn Newcastle voru fjarkaðir í einkunnagjöfinni: Matt Ritchie, Jacob Murphy og Miguel Almiron.

Man City: Ederson (6), Cancelo (8), Dias (7), Stones (7), Ake (7), Rodri (7), Gundogan (8), De Bruyne (7), Bernardo (7), Torres (7), Sterling (7)
Varamaður: Fernandinho (6)

Newcastle: Darlow (7), Yedlin (6), Clark (5), Schar (5), Fernandez (5), Ritchie (4), Hayden (5), M Longstaff (5), Murphy (4), Almiron (4), Joelinton (5)
Varamenn: Lewis (5), Carroll (5)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner