Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 27. mars 2024 11:42
Elvar Geir Magnússon
Eitt mikilvægasta mark Mudryk - Sudakov valinn bestur
Icelandair
Mudryk skoraði sigurmarkið.
Mudryk skoraði sigurmarkið.
Mynd: Mummi Lú
Sudakov með boltann.
Sudakov með boltann.
Mynd: Mummi Lú
Mykhailo Mudryk hirti fyrirsagnirnar þegar hann tryggði Úkraínu sigur gegn Íslandi og þar með sæti á EM. En að mati úkraínskra stuðningsmanna var það þó hinn 21 árs gamli Georgiy Sudakov sem var besti maður vallarins.

„Tilfinningin er ólýsanleg, ég samgleðst stuðningsmönnunum. Andinn var góður í klefanum og á vellinum. Þetta var eitt mikilvægasta mark á mínum ferli," sagði Mudryk eftir leik.

Sudakov átti stóran þátt í báðum mörkum Úkraínu og var gríðarlega líflegur. Kollegar okkar á Football.ua settu inn skoðanakönnun meðal lesenda og völdu 46% Sudakov sem mann leiksins.

Þessi hæfileikaríki leikmaður Shaktar Donetsk er undir smásjám margra stórliða.

Viktor Tsygankov, sem skoraði fyrra mark Úkraínu, fékk 30% og Mudryk, sem spilar fyrir Chelsea, fékk 16%.

Úkraína verður í E-riðli á EM ásamt landsliðum Belgíu, Slóvakíu og Rúmeníu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner