Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   lau 27. apríl 2019 19:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu varnarvegg KA sem fékk hörð viðbrögð
Aron Dagur var í marki KA í dag.
Aron Dagur var í marki KA í dag.
Mynd: Raggi Óla
ÍA og KA mættust upp á Skaga í Pepsi Max-deildinni í dag og fór svo að ÍA fór með 3-1 sigur af hólmi.

Tryggvi Hrafn Haraldsson (2) og Viktor Jónsson skoruðu mörk ÍA, en það var Hallgrímur Mar Steingrímsson sem skoraði fyrir gestina frá Akureyri.

Þriðja mark Skagamanna skoraði Tryggvi Hrafn beint úr aukaspyrnu. Varnarveggur, sem hinn 19 ára gamli Aron Dagur Birnuson í marki KA, stillti upp vakti hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum. Tryggvi Hrafn setti boltann fram hjá varnarveggnum og í markið.

Vísir.is hefur birt myndband af mörkum leiksins og má sjá þau með því að smella hérna.

Óli Stefán Flóventsson sagði í viðtali eftir leik að KA-myndi standa þétt við bakið á ungu strákunum sem eru að spila með liðinu. Einnig voru gerð mistök í fyrsta marki leiksins en þau voru gerð af 19 ára gamla varnarmanninum Brynjari Inga Bjarnasyni.

„Ég stend hérna fyrir hönd KA og segi að þetta eru ungir strákar sem eru að koma inn og gera mistök. Þetta er kostnaðurinn við að taka unga stráka inn og gefa þeim tækifæri. En á endanum fáum við sterkari leikmenn og það er það sem við erum að reyna að gera," sagði Óli Stefán við Fótbolta.net.










Athugasemdir
banner