Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
banner
fimmtudagur 19. desember
Sambandsdeildin
mánudagur 2. desember
Vináttulandsleikur
föstudagur 29. nóvember
fimmtudagur 28. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 19. nóvember
Þjóðadeildin
sunnudagur 17. nóvember
U21 - Vináttuleikur
laugardagur 16. nóvember
Þjóðadeildin
U19 karla - Undank. EM 2025
fimmtudagur 7. nóvember
Sambandsdeildin
þriðjudagur 5. nóvember
Undankeppni EM U17
sunnudagur 27. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 24. október
Vináttulandsleikur
Sambandsdeildin
sunnudagur 20. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 19. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
þriðjudagur 15. október
Landslið karla - U21 - Undankeppni EM
mánudagur 14. október
Landslið karla - Þjóðadeild
föstudagur 11. október
fimmtudagur 10. október
Undankeppni EM U21 karla
sunnudagur 6. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 5. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 3. október
Sambandsdeild Evrópu
mánudagur 30. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 29. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 27. september
Fótbolti.net bikarinn
miðvikudagur 25. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
mánudagur 23. september
Besta-deild karla - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
sunnudagur 22. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Lengjudeildin - Umspil
laugardagur 21. september
Mjólkurbikarinn - Úrslit
Fótbolti.net bikarinn
föstudagur 20. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 19. september
Lengjudeild karla - Umspil
miðvikudagur 18. september
Lengjudeildin - Umspil
mánudagur 16. september
Besta-deild karla
föstudagur 13. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Besta-deild karla
fimmtudagur 12. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
þriðjudagur 10. september
Undankeppni EM U21
Æfingamót í Slóveníu
mánudagur 9. september
Þjóðadeildin
laugardagur 7. september
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Lengjudeild karla
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild kvenna
sunnudagur 22. desember
Engin úrslit úr leikjum í dag
fim 02.maí 2024 10:15 Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Magazine image

Spá þjálfara í 2. deild: 3. sæti

Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Í þriðja sæti í spánni eru Haukar.

Haukum er spáð þriðja sæti.
Haukum er spáð þriðja sæti.
Mynd/Fótbolti.net - Hulda Margrét
Ian Jeffs tók við Haukum í vetur.
Ian Jeffs tók við Haukum í vetur.
Mynd/Helgi Þór Gunnarsson
Guðjón Pétur er mættur heim í Hauka.
Guðjón Pétur er mættur heim í Hauka.
Mynd/Fótbolti.net - Hulda Margrét
Frosti Brynjólfsson er öflugur.
Frosti Brynjólfsson er öflugur.
Mynd/Fótbolti.net - Hulda Margrét
Daði Snær Ingason er mikilvægur liðinu.
Daði Snær Ingason er mikilvægur liðinu.
Mynd/Helgi Þór Gunnarsson
Hvað gera Haukar í sumar?
Hvað gera Haukar í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Hulda Margrét
Spáin:
1.
2.
3. Haukar, 96 stig
4. Víkingur Ó. 94 stig
5. Þróttur V., 92 stig
6. Ægir, 78 stig
7. Höttur/Huginn, 56 stig
8. KFG, 54 stig
9. Völsungur, 37 stig
10. Reynir S., 35 stig
11. KF, 27 stig
12. Kormákur/Hvöt, 13 stig

3. Haukar
Haukar hafa núna verið samfleytt í 2. deild frá 2020 og hafa síðustu ár verið vægast slök hjá þeim rauðklæddu úr Hafnarfirði. Liðið endaði í níunda sæti bæði 2021 og 2022, en í fyrra var niðurstaðan sjöunda sæti. Að vera í neðri hlutanum í 2. deild á ekki að vera boðlegt fyrir Hauka, en núna virðist horfa til bjartari tíma. Það er að rísa tignarlegt fótboltahús á Ásvöllum og með því kemur jákvæður blær. Nýtt þjálfarateymi er tekið við stjórnartaumunum og gömul stjarna er mætt heim. Það kemur örugglega ekkert annað til greina en að fara upp núna og vera allavega í Lengjudeildinni þegar fótboltahúsið verður tekið í notkun. Ef spáin rætist þá enda Haukar hins vegar í þriðja sæti, en það munaði alveg ótrúlega litlu á liðunum í öðru til fimmta sæti í þessari spá.

Þjálfarinn: Ian Jeffs tók við þjálfun Hauka í vetur og með honum til aðstoðar eru Dusan Ivkovic og Stefán Logi Magnússon. Þeir tóku við liðinu af Atla Sveini Þórarinssyni sem hafði stýrt Haukum í tvö ár. Jeffs tók við liði Þróttar haustið 2021 og kom liðinu síðan upp í Lengjudeildina ári síðar. Hann hætti með Þrótt eftir að hafa haldið liðinu upp í Lengjudeildinni í fyrra. Áður þjálfaði hann bæði meistaraflokk karla- og kvenna hjá ÍBV ásamt því að vera aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins.

Sjá einnig:
Ian Jeffs: Það félag sem sýndi alvöru áhuga á að fá mig í starf

Stóra spurningin: Rífa Haukar sig í gang?
Síðustu ár á Ásvöllum hafa í raun verið eintóm vonbrigði. Úrslitin hafa ekki verið góð og áhuginn á liðinu ekki mikill. Núna eru breytingar innan sem utan vallar, en það er spurning hvort úrslitin fylgja með. Stóra spurnigin fyrir sumarið er einfaldlega hvort Haukar nái að rífa sig í gang og koma sér í einhverja baráttu um að fara upp?

Lykilmenn
Guðjón Pétur Lýðsson: Það voru stórar fréttir rétt fyrir mót þegar Guðjón Pétur ákvað að semja við Hauka, félagið sem hann hjálpaði að komast upp í efstu deild fyrir mörgum árum síðan. Guðjón hefur átt frábæran feril í efstu deild en er núna kominn heim og ætlar að hjálpa Haukum að komast upp. Verður algjör leiðtogi í þessu liði og stjórnar ferðinni á miðsvæðinu.

Daði Snær Ingason: Einn af uppöldum leikmönnunum og er frábær fótboltamaður. Spilar fremst á miðsvæðinu og kemur með mikið að borðinu; hlaupagetu, baráttu og gæði á boltann.

Frosti Brynjólfsson: Það var frábært fyrir Hauka að fá Frosta aftur frá Fylki í vetur. Var virkilega góður síðast þegar hann lék með Haukum í 2. deild en hann kemur núna aftur með reynslu úr Bestu deildinni. Leikinn kantmaður sem getur farið illa með bakverði deildarinnar.

Komnir:
Andri Steinn Ingvarsson frá Val
Djordje Biberdzic frá Val
Ernest Slupski frá Þrótti R.
Finnbogi Laxdal Aðalgeirsson frá Val
Frosti Brynjólfsson frá Fylki
Guðjón Pétur Lýðsson frá Grindavík
Hallur Húni Þorsteinsson frá Fylki
Marko Panic frá Fjölni
Oliver James Kelaart Torres frá Njarðvík
Óliver Steinar Guðmundsson frá Val
Þorkell Víkingsson í Fylki (á láni)

Farnir:
Adrían Nana Boateng í Val
Arnór Pálmi Kristjánsson í ÍH
Aron Örn Þorvarðarson í Elliða (var á láni frá Fylki)
Auðun Gauti Auðunsson í KF
Gísli Þröstur Kristjánsson í ÍH
Indrit Hoti í Ými (á láni)
Jordan Smylie til Ástralíu
Nikola Dejan Djuric í Hvíta riddarann
Ólafur Karel Eiríksson í Gróttu (var á láni)
Sölvi Sigmarsson í Fjölni (var á láni)

Þjálfarinn segir - Ian Jeffs
„Spáin kemur ekki á óvart. Haukarnir hafa sett mikla vinnu í umgjörðina og liðið og hópurinn hefur æft vel á undirbúningstímabilinu. Ég er ánægður með þjálfarateymið og hópurinn er sterkur. Við munum fara í alla leikina í deildinni til að vinna þá. Svo sjáum við hvert það skilar okkur."

Fyrstu þrír leikir Hauka:
4. maí, Haukar - Höttur/Huginn (BIRTU völlurinn)
10. maí, KFG - Haukar (Samsungvöllurinn)
17. maí, Haukar - Ægir (BIRTU völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner