Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 27. maí 2021 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jerome Boateng kveður FC Bayern
Mynd: Getty Images
Þýski varnarmaðurinn Jerome Boateng er búinn að kveðja FC Bayern með færslu á samfélagsmiðlum.

Boateng verður 33 ára í september og náði ekki samkomulagi um framlengingu á samningi sínum við Bayern.

Boateng mun því yfirgefa félagið ásamt David Alaba í sumar og þjálfaranum Hansi Flick. Flick er ósáttur með að félagið hafi ekki samið að nýju við Thiago Alcantara, Alaba og Boateng.

Boateng hefur unnið sex mismunandi keppnir með FC Bayern, auk þess að vinna enska bikarinn með Manchester City og Heimsmeistaramótið með þýska landsliðinu.

„München er orðið að mínu öðru heimili og mun ávalt eiga stað í hjarta mínu. Ég er spenntur fyrir næsta kafla," segir meðal annars í yfirlýsingu frá Boateng.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner