Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. ágúst 2021 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Kannski fyrst núna sem hann fær einhverja athygli fyrir góða frammistöðu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Viktor er búinn að spila rosalega vel í sumar og leyst stöðuna fáránlega vel. Hann hefur spilað hafsentinn í þessu Blikaliði undanfarin ár. Þetta er kannski það tímabil sem hann hefur náð að festa sig hvað mest í sessi," sagði Finnur Orri Margeirsson, leikmaður Fótbolta.net, aðspurður út í að stíga inn í hlutverk bróður síns í vörn Breiðabliks í gær.

Sjá einnig:
Finnur Orri: Eins og að koma til Tenerife eftir 35 mínútna flug

Viktor Örn Margeirsson hefur verið fastamaður í vörn Breiðabliks í sumar og átt gott tímabil. Finnur Orri ræddi við Fótbolta.net og var spurður út í bróður sinn.

Sérðu á honum að sjálfstraustið hans er í botni?

„Það fer ekkert á milli mála, maður sér það horfandi á hann í leikjum og á æfingum. Það er fullt sjálfstraust og skiljanlega, hann er búinn að spila vel og á allt hól fyllilega skilið. Það er kannski fyrst núna sem hann fær einhverja athygli fyrir góðar frammistöður," sagði Finnur.

„Þetta er ekkert í fyrsta skiptið sem hann er að standa sig vel. Maður tekur meira eftir bróður sínum heldur en kannski öðrum leikmönnum."

„Maður hefur séð það á undanförnum árum að hann hefur spilað vel og siglt aðeins undir radarinn. Það er ánægjulegt að sjá að hann sé að fá þá athygli sem hann á skilið,"
bætti Finnur við.

Viktor er 27 ára miðvörður sem er uppalinn Bliki og hefur skorað þrjú mörk í sautján deildarleikjum í sumar.

Viðtal við Viktor Örn:
Viktor Örn: Held að hann græði meira á því en ég
Athugasemdir
banner
banner