Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. ágúst 2021 22:18
Brynjar Ingi Erluson
Yfirlýsing Öfga og Bleika fílsins: Skorum á Guðna að segja af sér
Guðni Bergsson, formaður KSÍ
Guðni Bergsson, formaður KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höfuðstöðvar KSÍ í Laugardalnum
Höfuðstöðvar KSÍ í Laugardalnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aðgerðasinnahópurinn, Öfgar, hefur sent frá sér yfirlýsingu ásamt forvarnarhópnum Bleika fílnum, eftir atburði kvöldsins og skorar á Guðna Bergsson, formann KSÍ, að segja af sér. Hópurinn er reiðubúinn að aðstoða KSÍ við að standa með þolendum og móta skýra stefnu á móti ofbeldi.

Þórhildur Gyða Arnarsdóttir steig fram í fréttum RÚV í kvöld og sagði þar frá ofbeldi og grófri kynferðislegri árás af hálfu íslensks landsliðsmanns sem átti sér stað á skemmtistað árið 2017.

Umræddur landsliðsmaður er enn að spila með landsliðinu í dag en þetta stangast algerlega á við yfirlýsingu KSÍ
og orð Guðna Bergssonar, formanns sambandsins, síðustu daga þar sem greint var frá því að engar tilkynningar eða ábendingar hafi borist á borð sambandsins.

Aðgerðasinnahópurinn, Öfgar, birti yfirlýsingu ásamt fornvarhópnum Bleika fílnum í kvöld og er þar skorað á Guðna að segja af sér.

Yfirlýsing frá Öfgum og fornvarhóp bleika fílsins

„Yfirlýsing frá Öfgum og forvarnarhópnum Bleika fílnum.
Nú eru eflaust mörg hugsi eftir Kastljós gærdagsins og fréttatíma kvöldsins þar sem formaður KSÍ varð uppvís að því að segja ósatt."

„Formaður KSÍ biðst velvirðingar á að hafa ekki sagt satt og rétt frá. Hvar er afsökunarbeiðnin? Af hverju bað hann Hönnu Björgu ekki afsökunar á að hafa sagt hana ljúga? Af hverju er hann ekki búinn að biðja þolendur afsökunar? "

„Þegar orð eins og þagnarskyldusamningur koma upp þá spyr fólk sig eflaust, „hvers vegna þagnarskylda?“ Hver er ástæðan fyrir því að slíkir samningar tíðkist innan KSÍ?

„Nú hlýtur Guðni að vera að íhuga það alvarlega að segja af sér sem formaður KSÍ og við skorum á hann að gera það. Það sjá öll í gegnum öll vel meintu (og vel sömdu) orðin sem hann lét falla í fjölmiðlum því það voru bara innantóm orð.

„Einnig skorum við á stjórn KSÍ að taka mark á þolendum, trúa þeim og taka með þeim skýra afstöðu."

„Við í Öfgum og Bleika fílnum vitum kannski ekki mikið um fótbolta en við erum tilbúnar að aðstoða KSÍ við að standa með þolendum og að hjálpa þeim að móta skýra stefnu á móti ofbeldi.
Þrjátíu þúsund iðkendum fylgir mikil ábyrgð.
KSÍ – boltinn er hjá ykkur,"
segir í yfirlýsingu hópsins.


Athugasemdir
banner
banner