Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 26. ágúst 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir.is | Fréttablaðið 
Guðni: Við höfum ekki fengið ábendingar eða tilkynningar inn á okkar borð
Icelandair
Guðni Bergsson, formaður KSÍ
Guðni Bergsson, formaður KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segist ekki hafa fengið ábendingar eða tilkynningar um kynbundið ofbeldi leikmanna en þar svarar hann öðrum pistli sem Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, skrifaði á dögunum.

Hanna Björg sendi aðsendan pistil þann 13. ágúst þar sem hún segist hafa heyrt fjölda frásagna af kynferðis- og heimilisofbeldi af hálfu leikmanna karlalandsliðsins.

Pistilinn skrifaði hún eftir að hún heyrði af frásögn konu sem sagði frá hóp hópnauðgun frá tveimur landsliðsmönnum árið 2010.

KSÍ svaraðiþeim pistli þar sem sambandið sagðist ekki hafa þaggað niður slík mál eða reynt að hylma yfir gerendum en að það gæti heldur ekki tjáð sig opinberlega um einstök mál vegna trúnaðar og persónuverndarlaga.

Hanna Björg birti annan pistil á fimmtudag þar sem hún sagði KSÍ hafa vitað af meintum brotum og kallaði eftir því að gerendur yrðu fjarlægðir úr hópnum en Guðni svaraði spurningum frá Fréttablaðinu og Vísi um málið.

„Þetta er dálítið víð tilvísun. Auðvitað svörum við þessu og í mína tíð síðan ég kom hingað inn fyrir fjórum árum þá höfum við ekki verið að fá inn þessi tilvik, ábendingar eða kvartanir og við störfum hér að algerum heilindum og með skýra afstöðu gegn ofbeldi og sérstaklega kynbundnu ofbeldi og það þarf ekkert að leggjast í vafa að svo sé," sagði Guðni við Vísi.

Hann bætti við í viðtali við Fréttablaðið að sambandið sé ósátt með þessar ásakanir og ítrekar þar að engar tilkynningar eða ábendingar hafi borist til KSÍ.

„Við höfum ekki fengið neinar tilkynningar né ábendingar um slíkt inn á okkar borð síðan ég tók við formennsku en hins vegar erum við meðvituð um frásagnir á samfélagsmiðlum."

„Við vorum auðvitað ósátt með þessar ásakanir, eins og kom fram í okkar svari, og ég vísa til þess,"
sagði Guðni við Fréttablaðið og talaði frekar um þetta í viðtali við Snorra Másson á Vísi.

„Þau verða að svara fyrir það. Þetta var einn pistill og jú síðan var kvittað undir hann af einstaklingum og við tökum alla gagnrýni auðvitað til skoðunar og pössum upp á okkar ferli sem hafa verið teknir í gegn og endurskoðaðir með fyrstu MeToo byltingunni og við erum á vaktinni með það að við viljum hafa þessa hreyfingu okkar án ofbeldis, góð samskipti, virðingu leikmanna eða starfsmanna gagnvart öllum þeim sem þeir komast í tæri við."

„Að sjálfsögðu. Það er engin spurning og við svöruðum þessari gagnrýni og gerðum það ómálefnanlega en fengum kannski ómálefnanlegt svar vil ég meina en við tökum alla svona gagnrýni alvarlega og við munum gera það áfram."


Guðni segir að dyr KSÍ séu opnar til að ræða málin.

„Nei. Við höfum verið í sambandi og okkar dyr eru opnar og það má vel vera að við ræðum á næstu dögum. Ég segi að sama skapi, okkar dyr eru opnar fyrir hvern þann sem telur sig vita eitthvað sem við eigum að vita eða bregðast við og það munum við gera og myndum alltaf gera."

„Ég veit það ekki. Ég held að öll svona umræða er erfið og sársaukafull og við erum að eiga við þetta í samfélaginu og fara í gegnum ákveðið skeið þar sem að þetta er í deiglunni og við erum að takast á við þetta sem samfélag og það eigum við að gera og við verðum að finna hvernig við eigum að bregðast við á sem besta máta, gagnvart þolendum og þeim sem telja á sér brotið og það er okkar verkefni og svo verðum við að finna leið hvernig það er best er gert."

„Það má segja að eitthvað í kringum þessi mál hafa beint eða óbeint blandast inn í vangaveltur varðandi þetta verkefni sem framundan er án þess að það sé hægt að tjá sig um það. Þessi mál eru svolítið þess eðlis að við getum ekki sagt allt sem myndi skýra eitthvað og svo framvegis en við verðum að reyna að halda okkar striki og þeir gera þetta auðvitað þjálfararnir sem velja sitt lið og sinn hóp og við sem stjórn tökum mið af einhverju sem er umræða eða gagnrýni en við teljum að við séum að vanda til verka í hvert sinn og sérstaklega gagnvart þessum málum því okkur er annt um iðkendur okkar og þá sem koma að fótboltanum. Þetta er stór hreyfing og við finnum fyrir þessari ábyrgð,"
sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner