Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 27. nóvember 2019 22:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einkunnir og umsagnir um leikmenn Liverpool: Salah og Gomez daprastir
Gomez
Gomez
Mynd: Getty Images
Salah
Salah
Mynd: Getty Images
Lovren
Lovren
Mynd: Getty Images
Liverpool gerði 1-1 jafntefli gegn Napoli á heimavelli í Meistaradeildinni í kvöld. Dries Mertens kom gestunum yfir en Dejan Lovren jafnaði fyrir heimamenn. Hvorugt liðið er öruggt áfram fyrir lokaumferðina í riðlinum.

Sky Sports tók saman einkunnir og skrifaði um frammistöður leikmanna Liverpool eftir leik í dag.

Alisson 6
Hefði mögulega getað gert betur í marki Napoli. Alisson hefur ekki haldið hreinu í lengri tíma. Hafði annars lítið að gera, gestirnir ógnuðu ekki mikið.

Joe Gomez 5
Var í brasi í hægri bakverði. Liverpool saknaði Trent sóknarlega og Gomez var ekki stöðugur varnarlega heldur. Einbeitingarskortur í nokkrum tilvikum og fór svo af velli snemma í seinni hálfleik.

Dejan Lovren 7
Var ekki nægilega snöggur að bregðast við þegar Van Dijk fór í grasið í fyrsta markijnu, Mertens fékk opið hlaup að marki. Núllaði það út með jöfnunarmarkinu.

Virgil van Dijk
Meiddist á vondum tímapunkti en hrissti af sér meiðslin og leit vel út í kjölfarið. Var ógnandi í föstum leikatriðum og átti nokkrar flottar langar sendingar.

Andrew Robertson 6
Var mikið með boltann og átti nokkra flotta bolta fyrir markið. Var ekki nægilega öruggur varnarlega.

Fabinho 6
Vonandi er hann ekki alvarlega meiddur.

James Milner 7
Var einn af bestu mönnum liðsins. Baráttuglaður og ógnandi sóknarlega. Fór af velli fyrir Trent.

Jordan Henderson 6
Ekki nægilega rólegur með boltann þegar Liverpool reyndi að opna Napoli vörnina. Var fínn í hægri bakverði í stað Gomez þar til Trent kom inn.

Mo Salah
Var í basli að koma sér inn í leikinn og átti að gera betur í seinni hálfleik eftir sendinguna frá Robertson.

Sadio Mane 6
Var líkt og Salah hljóðlátur. Vinnusamur en lítið ógnandi í seinni hálfleiknum, átti ekki skot í leiknum.

Roberto Firmino 7
Bjó til bestu tvö færi liðsins í fyrri hálfleik og átti skot sem hreinsað var af línu. Hefði átt að skora eftir fyrirgjöf Ox.

Gini Wijnaldum 6
Kom óvænt snemma inn fyrir Fabinho og átti erfitt uppdráttar til að byrja með, batnaði í seinni hálfleik.

Ox 7
Kom með gæði inn á miðjuna þegar hann kom inn á fyrir Gomez.

Trent 6
Góðar fyrirgjafir en var ekki nægilega lengi inn á til að ná fullkomnum takti við leikinn.

Athugasemdir
banner
banner