Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fös 27. desember 2019 20:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Varnarmaður Bournemouth: Þetta er ekki fótbolti
Dómur kveðinn upp. Vítaspyrnuna þurfti að taka aftur.
Dómur kveðinn upp. Vítaspyrnuna þurfti að taka aftur.
Mynd: Getty Images
Steve Cook.
Steve Cook.
Mynd: Getty Images
Nú er í gangi leikur Wolves og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni. VAR hefur haft mikil áhrif á leikinn.

Sjá einnig:
Ederson vísað af velli - Sterling klúðraði tveimur vítum

Ederson, markvörður Manchester City, fékk að líta rautt spjald fyrir brot á Diogo Jota, sóknarmanni Wolves. Þó eru það gestirnir frá Manchester sem leiða.

Raheem Sterling skoraði eina mark leiksins til þessa er hann fylgdi á eftir vítaspyrnu sem Rui Patricio í marki Úlfanna varði.

Patricio varði reyndar tvær vítaspyrnur frá Sterling, en fyrri vítaspyrnan var dæmd ógild þar sem leikmenn voru komnir inn í teiginn áður en Sterling sparkaði í boltann. Það virðast þó hafa verið leikmenn frá báðum liðum.

Smelltu hérna til að sjá brotið og fyrri vítaspyrnu Sterling.

Vítaspyrnan var aftur tekin og þar náði Sterling frákastinu og skoraði.

Margir eru ósáttir með VAR í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Nokkur tilvik eru um mjög tæpa VAR-dóma, rangstöður og annað. Þá hefur það verið gagnrýnt að dómarar fara ekki að skjá til að skoða atvik, heldur treysta á aðra dómara í sérstöku VAR-herbergi.

Steve Cook, varnarmaður Bournemouth, er á meðal þeirra sem hafa fengið sig fullsadda af VAR. Hans skilaboð á Twitter eru einföld. „Þetta er ekki fótbolti."

Það er hálfleikur í leik Wolves og Man City. Staðan er 1-0. Hægt er að fylgjast með gangi mála í úrslitaþjónustu á forsíðu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner