Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 28. september 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir afsökunarbeiðni Fernandes vera „vandræðalega"
Mynd: EPA
Portúgalski miðjumaðurinn Bruno Fernandes klúðraði vítaspyrnu á örlagaríkri stundu gegn Aston Villa um síðustu helgi í ensku úrvalsdeildinni.

Fernandes hefði getað jafnað metin í uppbótartíma en setti þess í stað vítaspyrnuna hátt yfir markið.

Fernandes sendi frá sér langa afsökunarbeiðni í kjölfarið á vítaspyrnuklúðrinu. Gary Neville, fyrrum leikmaður Man Utd, segir þetta vandræðalegt.

„Þetta er vandræðalegt! Fótboltamenn þurfa að reka almannatengsla sína," segir Neville.

„Fótboltamenn eru allir með fólk í vinnu hjá sér sem eru að búa til persónuleika sem eru ekki til."

Neville vill sjá leikmenn sjá um sín eigin mál á samfélagsmiðlum. United mætir Villarreal í Meistaradeildinni á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner