Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 28. nóvember 2019 22:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emery: Markmiðið að vinna Standard Liege á útivelli
Unai Emery, stjóri Arsenal.
Unai Emery, stjóri Arsenal.
Mynd: Getty Images
„Þetta var ekki kvöldið okkar en við höfum unnið marga leiki til þess að vera á toppi riðilsins. Markmiðið er að vinna Standard Liege á útivelli og vinna riðilinn," sagði Unai Emery, stjóri Arsenal, eftir tap gegn Eintracht Frankfurt á heimavelli í Evrópudeildinni í kvöld.

Arsenal leiddi 1-0 í hálfleik eftir mark Pierre-Emerick Aubameyang undir lok fyrri hálfleiksins. Í seinni hálfleiknum skoraði Daichi Kamada tvö fyrir Frankfurt, og endaði leikurinn 2-1 fyrir þýska liðið.

„Við gerðum ekki nægilega mikið til að vinna þennan leik," sagði Emery.

„Við misstum stjórnina á leiknum í 15 mínútur í seinni hálfleiknum og þeir skoruðu tvö mörk. Síðan áttum við í meiðslum og eftir að Mustafi fór út af þá gat ég ekki gert skiptingar. Við vorum betri í fyrri hálfleiknum, en á þessum 15-20 mínútum misstum við stjórnina."

Arsenal hefur ekki unnið í sjö leikjum í röð. Fram kemur í textalýsingu BBC að Emery hafi verið spurður út í framtíð sína eftir leikinn, en þá sagðist hann bara vilja tala um leikinn.

Arsenal er ekki komið áfram, en liðið mætir Standard Liege í lokaumferð riðlakeppninnar. Hér að neðan má sjá stöðuna í riðlinum, en það eru innbyrðis viðureignir á milli liða sem skipta máli. Arsenal vann 4-0 gegn Standard Liege fyrr á tímabilinu.
Athugasemdir
banner