Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 29. júlí 2021 17:54
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sambandsdeildin: Valur tapaði aftur 3-0 gegn norsku meisturunum
Bodö/Glimt valtaði yfir Val í einvíginu.
Bodö/Glimt valtaði yfir Val í einvíginu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bodö/Glimt 3 - 0 Valur
1-0 Ulrik Saltnes ('26)
2-0 Brede Moe ('62)
3-0 Elias Hagen ('93)
6-0 fyrir Bodö/Glimt samanlagt

Valur er úr leik í Sambandsdeildinni eftir 3-0 tap gegn Bodö/Glimt í seinni leik liðanna. Leikið var í Bodö í dag.

Norsku meistararnir leiddu 3-0 eftir leik liðanna á Origo vellinum fyrir viku síðan og ljóst að róðurinn yrði þungur fyrir Íslandsmeistarana. Yfirburðir norska liðsins voru mjög miklir í dag, héldu boltanum betur og áttu níu skot á mark Vals gegn einu skoti á markið frá Val.

Heimamenn leiddu 1-0 í leikhléi, komust í 2-0 á 62. mínútu og innisiguluðu 3-0 sigur í uppbótartíma og vinna þeir einvígið samtals 6-0.

Alfons Sampsted lék allan leikinn í liði Bodö/Glimt sem fer áfram í 3. umferð forkeppninnar. Liðið mætir þar líklega Prishtina.

Byrjunarlið Vals í leiknum:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Johannes Vall
5. Birkir Heimisson
6. Sebastian Hedlund
7. Haukur Páll Sigurðsson
8. Arnór Smárason
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
13. Rasmus Christiansen
15. Sverrir Páll Hjaltested
33. Almarr Ormarsson
Athugasemdir
banner
banner