Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 29. október 2019 14:41
Elvar Geir Magnússon
Xhaka er niðurbrotinn - Ekki ákveðið með fyrirliðabandið
Granit Xhaka.
Granit Xhaka.
Mynd: Getty Images
Unai Emery, stjóri Arsenal, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag, en hann vildi ekkert segja til um það hvort Granit Xhaka haldi fyrirliðabandinu.

Xhaka brást reiður við þegar baulað var á hann þegar hann var tekinn af velli um helgina og kallaði 'fokk off' til stúkunnar.

Margir stuðningsmenn Arsenal hafa kallað eftir því að hann verði sviptur fyrirliðabandinu.

„Þetta er ekki auðvelt mál fyrir hann og fyrir liðið. Hann er núna eyðilagður. Við höfum verið að ræða málin," segir Emery.

„Hann æfði að venju með hópnum en hann er alveg eyðilagður. Hann er leiður vegna stöðunnar."

„Hann gerir alltaf sitt besta og vill hjálpa. Hans hegðun á æfingu var frábær. Hann veit vel að hann gerði mistök. Allir leikmenn þurfa að hafa stuðning stuðningsmanna."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner