Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 29. desember 2019 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður telur að það sé verið að staðfesta að Pogba fari í janúar
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum leikmaður Chelsea og Barcelona, hefur það á tilfinningunni að Paul Pogba sé á förum frá Manchester United í næsta mánuði.

Paul Pogba, miðjumaður United, var ekki í hóp í gær þegar Man Utd vann 2-0 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

„Paul hefur spilað í tveimur leikjum núna. Okkur fannst ekki rétt að hann myndi taka þátt í dag," sagði Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, fyrir leikinn í gær, en Pogba er að stíga upp úr meiðslum.

Eiður talaði um Pogba í Vellinum á Síminn Sport í kvöld.

„Það er eitthvað sem segir manni, sérstaklega í ljósi þess að hann var ekki í hóp í gær, að það sé verið að staðfesta að hann fari í janúar. Það er sterkt tilfinning sem ég hef," sagði Eiður.

„Þetta er orðið risastórt spurningamerki og mér finnst það stækka enn meira hvað framtíð hans varðar."

Man Utd mætir Arsenal á nýársdag og það verður fróðlegt að sjá hvort Pogba komi inn í liðið þá.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner