Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 29. desember 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sýndi dómaranum ranga dóminn í símanum og fékk rautt fyrir
Bóas lyftir rauðu - Myndin tengist fréttinni einungis fyrir lit rauða spjaldsins og að það hafi farið á loft.
Bóas lyftir rauðu - Myndin tengist fréttinni einungis fyrir lit rauða spjaldsins og að það hafi farið á loft.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fyrirliði Sivasspor, Hakan Arslan, fékk að líta rauða spjaldið þegar hann sýndi dómaranum síma sinn. Arslan sýndi upptöku af rangri ákvörðun sem dómarinn tók.

Sivasspor lék gegn Besiktas í gær og vann Besiktas 3-0 heimasigur. Arslan fór á bekkinn í uppbótartíma fyrri hálfleiks og sótti símann sinn. Þá var staðan 1-0. Arslan fékk fyrst gula spjaldið fyrir mótmæli og reyndi að sýna dómaranum mistökin.

Gestirnir voru ósáttir við að fyrsta mark heimamanna hafi fengið að standa, boltinn fer klárlega allur út fyrir hliðarlínuna í aðdragandanum en dómarinn sá það ekki.

Arslan fékk svo seinna gula fyrir að henda símanum í jörðina í pirringi sínum.







Athugasemdir
banner
banner
banner