Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. apríl 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bayern enn staðráðið í að fá Leroy Sane
Sane er á óskalista Bayern.
Sane er á óskalista Bayern.
Mynd: Getty Images
Bayern München er enn staðráðið í að kaupa kantmanninn Leroy Sane frá Manchester City.

Sky í Þýskalandi heldur þessu fram og segir að fjárhagslegar afleiðingar kórónuveirufaraldursins komi ekki til með að hafa áhrif á tilraunir Bayern.

Hasan Salihamidzic, yfirmaður knattspyrnumála hjá Bayern, sagði í viðtali við þýskt dagblað um síðustu helgi að Bayern vildi kaupa tvö öfluga leikmenn í næsta félagaskiptaglugga, þar á meðal þýskan landsliðsmann.

Sane hefur ekkert spilað á þessu tímabili vegna meiðsla, en hann var að koma til baka áður en kórónuveirufaraldurinn skall á.

Bayern vill borga á milli 52 og 60 milljónir punda fyrir, en síðasta sumar, þegar Bayern reyndi að fá hann, var hann metinn nær 87 milljónum punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner