Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 30. maí 2021 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: Mirror 
Sigur Chelsea hjálpaði Liverpool og Man Utd
Man Utd mættir aftur í Meistaradeildina
Man Utd mættir aftur í Meistaradeildina
Mynd: EPA
Chelsea sigraði Man City í úrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi. Chelsea vann 1-0 með marki frá Kai Havertz.

Með sigrinum færðist Chelsea upp í pott 1, þegar dregið verður í riðla fyrir næsta tímabil, þar má m.a. finna ný kringda Evrópudeildar meistara Villarreal.

Borussia Dortmund verður í potti 2 en ef Chelsea hefði tapað hefði Dortmund verið í potti 3. Liverpool og Man Utd eru einnig í potti 2 og geta þau því ekki mætt Dortmund. Félög frá sama landi geta þá ekki mæst í riðlakeppninni.

Þannig ef Chelsea hefði tapað í gær gæti hafa orðið dauðariðill með liði úr potti eitt eins og Atletico Madrid eða Inter, Liverpool eða Man Utd úr potti 2 og Dortmund úr potti 3.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner