Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 30. maí 2022 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Marotta að krækja í Dybala og vinnur í Lukaku
Mynd: EPA

Beppe Marotta, framkvæmdastjóri Inter, vonast til að fá bæði Paulo Dybala og Romelu Lukaku til félagsins í sumar.


Inter mistókst að verja Ítalíumeistaratitilinn eftir æsispennandi titilbaráttu við erkifjendurna og nágrannana í AC Milan. Titilbaráttan entist alveg til síðasta leikdags og eru Inter-menn staðráðnir í því að endurheimta titilinn á næstu leiktíð.

Argentínski framherjinn Dybala er falur á frjálsri sölu á meðan Inter er að reyna að fá afslátt á Lukaku, sem var seldur frá Inter til Chelsea fyrir einu ári síðan fyrir rúmlega 100 milljónir evra.

„Við vonum að Dybala muni spila með okkur á næstu leiktíð," sagði Marotta og bætti svo við: „Við erum ekki að flýta okkur, við þurfum að finna lausnir í sumar ef við viljum líka krækja í Lukaku."

Ivan Perisic er að ganga í raðir Tottenham. „Við virðum hans ákvörðun. Við reyndum að halda honum en hann vildi prófa úrvalsdeildina. Við óskum honum alls hins besta."



Athugasemdir
banner
banner