Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   þri 30. ágúst 2022 08:15
Ívan Guðjón Baldursson
Leipzig lánar Sörloth aftur til Sociedad (Staðfest)
Mynd: EPA

Spænska félagið Real Sociedad er búið að krækja í norska sóknarmanninn Alexander Sörloth á lánssamningi frá RB Leipzig annað árið í röð.


Sorloth er 26 ára gamall og var keyptur til Leipzig fyrir um 20 milljónir punda fyrir tveimur árum síðan. Hann var þá leikmaður Crystal Palace en hafði ekki fundið taktinn á Englandi, heldur skoraði hann 33 mörk í 49 leikjum á láni hjá Trabzonspor í Tyrklandi og hjálpaði þeim að enda í öðru sæti deildarinnar og vinna bikarinn.

Leipzig keypti Sörloth beint eftir það en Norðmaðurinn stóðst ekki væntingar og gerði 6 mörk í 37 leikjum. Hann var í kjölfarið lánaður til Real Sociedad þar sem hann skoraði 8 mörk í 44 leikjum og er spænska félagið búið að tryggja sér hann í annað ár.

Sörloth, sem er tæpir tveir metrar á hæð og hefur skorað 15 mörk í 42 landsleikjum með Noregi, á þrjú ár eftir af samningi sínum við Leipzig.


Athugasemdir
banner
banner
banner