Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. september 2021 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ronaldo að verða leikjahæstur - Bætti met Solskjær
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo er núna aðeins einum leik frá því að verða leikjahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu.

Ronaldo gerði sigurmark Manchester United gegn Villarreal í gærkvöldi í sínum 177. Meistaradeildarleik. Hann jafnaði þar leikjamet Iker Casillas í keppninni og mun líklegast bæta það í næstu umferð þegar Rauðu djöflarnir mæta toppliði Atalanta.

Markið skoraði hann á 95. mínútu leiksins og bætti þar með met þjálfara sins Ole Gunnar Solskjær frá 1999.

Solskjær skoraði sigurmark í Meistaradeildinni eftir rétt rúmar 92 mínútur gegn FC Bayern en sigurmark Ronaldo kom eftir rúmar 94 mínútur.

Ronaldo er sjálfur í þriðja sæti eftir að hafa gert sigurmark gegn Sporting CP eftir rétt tæpar 92 mínútur 2007 og Marouane Fellaini kemur í fjórða sæti eftir sigurmark í uppbótartíma gegn Young Boys 2018.
Athugasemdir
banner
banner
banner