Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 30. september 2021 07:30
Victor Pálsson
Solskjær: De Gea bestur í heimi
Mynd: EPA
David de Gea er besti markvörður heims að sögn Ole Gunnar Solskjær, stjóra Manchester United.

Spánverjinn var frábær í gær er Man Utd vann 2-1 sigur á Villarreal í Meistaradeildinni þar sem sigurmarkið kom á 95. mínútu.

De Gea varði nokkrum sinnum vel í markinu og fékk hrós frá stjóra sínum eftir lokaflautið.

„Sem betur fer vorum við með besta markvörð heims í kvöld," sagði Solskjær á blaðamannafundi.

,,David var stórkostlegur. Í seinni hálfleik voru þeir meira með boltann og tóku verðskuldaða forystu."

„De Gea átti erfitt sumar. Hann fór á EM og spilaði ekki. Hann kom til baka metnaðarfullur og vinnusamður. Hann átti þetta skilið."
Athugasemdir
banner
banner
banner