Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   fim 30. september 2021 16:22
Brynjar Ingi Erluson
U17 kvenna: Góður sigur á Norður-Írum - Halda sæti sínu í A-deild
U17 ára landslið kvenna vann góðan sigur á Norður-Írum
U17 ára landslið kvenna vann góðan sigur á Norður-Írum
Mynd: KSÍ
Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 17 ára og yngri vann Norður-Írland, 3-1, í síðasta leik riðilsins í undankeppni Evrópumótsins. Ísland lendir í öðru sæti og heldur sæti sinni í A-deild fyrir aðra umferð undankeppninnar.

Emelía Óskarsdóttir kom íslenska liðinu yfir á 41. mínútu eftir undirbúning frá Vigdísi Lilju Kristjánsdóttur. Naomo McLaughlin jafnaði metin tveimur mínútum síðar.

Íslenska liðið sótti án afláts í þeim síðari. Emelía átti skot í stöng í byrjun síðari hálfleiks áður en Margrét Lea Gísladóttir kom liðinu yfir á 54. mínútu.

Elísa Lana Sigurjónsdóttir gerði út um leikinn í blálokin og tryggði 3-1 sigur Íslands.

Ísland endar með 6 stig í öðru sæti riðilsins og heldur sæti sínu í A-deildinni fyrir síðari umferðina í undankeppninni.

Byrjunarlið Íslands: Margrét Rún Stefánsdóttir (M), Eyrún Embla Hjartardóttir (F), Telma Steindórsdóttir, Iðunn Rán Gunnarsdóttir, Steingerður Snorradóttir, Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir, Margrét Brynja Kristinsdóttir, Margrét Lea Gísladóttir, Emelía Óskarsdóttir, Katla Tryggvadóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir.
Athugasemdir
banner
banner