Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 31. janúar 2020 18:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Emre Can til Dortmund (Staðfest)
Emre Can er orðinn leikmaður Borussia Dortmund.
Emre Can er orðinn leikmaður Borussia Dortmund.
Mynd: Getty Images
Emre Can er genginn í raðir Borussia Dortmund frá Juventus. Hann var ekki í stóru hlutverki hjá Juventus og vonast eflaust með þessum að fá meiri spiltíma.

Hann kemur á láni út tímabilið, en Dortmund þarf að kaupa hann að tímabilinu loknu. Talið er að kaupverðið sé 30 milljónir evra, eða það segir Fabrizio Romano að minnsta kosti.

Hinn 26 ára gamli Can hefur einungis byrjað tvo leiki í Serie A undir stjórn Maurizio Sarri og hann var ekki valinn í Meistaradeildarhóp Juventus.

Hann stefnir á að komast í EM-hóp Þjóðverja og til þess þarf hann að spila meira.

Can kom til Juventus frá Liverpool sumarið 2018 en hann stoppaði ekki lengi á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner