Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 31. ágúst 2022 18:08
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Liverpool og Newcastle: Óbreytt lið hjá Klopp - Isak fær eldskírn en enginn Saint-Maximin
Alexander Isak byrjar
Alexander Isak byrjar
Mynd: Newcastle
Liverpool og Newcastle United eigast við í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Anfield í kvöld. Alexander Isak er í byrjunarliði Newcastle en Allan Saint-Maximin er frá vegna meiðsla.

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, breytir ekki liðinu frá 9-0 sigrinum gegn Bournemouth um helgina. Diogo Jota, Thiago og Naby Keita eru á fram á meiðslalistanum.

Stóru fréttirnar í liði Newcastle eru þær að Allan Saint-Maximin er ekki með vegna meiðsla. Sven Botman kemur einnig á bekkinn, en Alexander Isak er í fyrsta sinn í byrjunarliði Newcastle síðan hann kom frá Real Sociedad fyrir metfé.

Leikurinn hefst klukkan 19:00.

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Gomez, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Henderson, Elliott, Diaz, Salah, Firmino.

Newcastle United: Pope; Trippier, Lascelles, Burn, Targett; Joelinton, Willock, Longstaff; Almiron, Fraser, Isak
Athugasemdir
banner
banner