Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   mán 11. apríl 2011 09:00
Hörður Snævar Jónsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Hverjir munu slá í gegn í sumar?
Hörður Snævar Jónsson
Hörður Snævar Jónsson
Björn Daníel hefur helling af hæfileikum og þarf að sanna sig sem fullmótaður leikmaður í sumar.
Björn Daníel hefur helling af hæfileikum og þarf að sanna sig sem fullmótaður leikmaður í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Atli Sigurjónsson leikur með nýliðum Þórs og gæti slegið í gegn.
Atli Sigurjónsson leikur með nýliðum Þórs og gæti slegið í gegn.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Það eru tuttugu dagar í að Pepsi deild karla fari af stað og er undirritaður orðinn afar spenntur fyrir komandi sumri.

Deildin hefur orðið skemmtilegri fyrir stuðningsmenn liðanna eftir að kreppan skall á því fleiri uppaldir leikmenn hafa fengið tækifærið til að sanna sig og eins og sást með Breiðablik síðasta sumar er það oft besta uppskriftin.

En hvaða leikmenn geta slegið í gegn í sumar? Hér að neðan má sjá nokkra unga leikmenn sem ég tel að gætu slegið í gegn í sumar.

Björn Daníel Sverrisson - FH

Leikir í meistaraflokki: 58
Mörk: 12
Fæddur. 1990
Með mikla reynslu úr efstu deild þrátt fyrir ungan aldur en það er eins og að það búi meira í honum en hann hefur verið að sýna. Hann var settur í agabann á síðasta ári af Heimi Guðjónssyni þjálfara FH. Þarf að taka sig á því hefur hæfileikana til að verða atvinnumaður og þetta gæti orðið sumarið sem hann spilar sig út ef hann heldur rétt á spilunum.

Ögmundur Kristinsson - Fram

Leikir í meistaraflokki: 3
Fæddur. 1989
Ögmundur er fæddur árið 1989 en hefur ekki mikla reynslu enda verið varamarkvörður fyrir Hannes Þór Halldórsson síðustu tímabíl en Þorvaldur Örlygsson ákvað að treysta á Ögmund eftir að Hannes fór til KR í vetur. Ögmundur hefur staðið sig vel í vorleikjunum og ætti að vera tilbúinn fyrir að spila í deild þeirra bestu hérna heim. Góð frammistaða í byrjun móts gæti komið honum í U21 árs landsliðið þar sem hann á heima.

Tómas Óli Garðarsson - Breiðablik

Leikir í meistaraflokki: 3
Mörk: 0
Fæddur. 1993
Tómas er kantmaður og framherji sem er fæddur árið 1993. Býr yfir rosalega miklum hraða ásamt því að vera góður skotmaður og sýndi í fyrra að hann getur lagt upp mörk fyrir samherja sína er hann lagði upp mark fyrir Alfreð Finnbogason gegn Selfossi í næst síðustu umferð deildarinnar. Meiðsli hafa elt Tómas síðustu tvö ár en ef hann helst heill í sumar gæti hann verið X-factorinn sem Blikar þurfa til að geta haldið sér í toppbaráttunni.

Haraldur Björnsson - Valur

Leikir í meistaraflokki: 36
Fæddur. 1989
Velgengni U21 árs landsliðsins virðist hafa fyllt Harald Björnsson af metnaði því hann virkar í miklu betra standi en á sama tíma í fyrra. Átti slakt tímabil með Þrótti í 1. deildinni síðasta sumar þar sem hann var í láni frá Val. Verður fyrsti markvörður Vals í sumar og virðist vera klár í verkefnið. Hefur tekið af sér nokkur kíló og ætlar sér ekki að missa sæti sitt sem fyrsti markvörður U21 árs landsliðsins.

Marteinn Briem - Víkingur

Leikir í meistaraflokki: 48
Mörk: 18
Fæddur. 1989
Marteinn varð síðasta púslið inn í lið Víkings síðasta sumar er hann kom úr meiðslum og var stór þáttur í því að liðið vann 1. deildina. Er lúnkinn upp við mark andstæðingana eins og tölfræði hans í fyrra sannar en hann skoraði sjö mörk í ellefu leikjum í deildinni. Er bestur fyrir aftan framherja en getur spilað fleiri stöður, er útsjónarsamur og góður sendingarmaður. Glímir oft við meiðsli en er þrátt fyrir það í fáranlega góðu formi og getur hlaupið endalaust.

Atli Sigurjónsson - Þór

Leikir í meistaraflokki: 65
Mörk: 15
Fæddur. 1991
Var frábær með Þór síðasta sumar og líklega besti maður liðsins sem komst upp í Pepsi deildina. Er með frábæra löpp og á auðvelt með langar sendingar auk þess að vera með frábærar aukaspyrnur. Er einnig með góða tækni og leikskilning og þarf að eiga gott sumar til að Þór verði ekki í vandræðum. Klárlega með hæfileikana til að gera vel í efstu deild.

Daníel Freyr Guðmundsson - Fylkir

Leikir í meistaraflokki: 33
Mörk: 2
Fæddur. 1991
Daníel hefur komið skemmtilega á óvart í vetur í hjarta varnarinnar hjá Fylki og staðið sig vel. Hefur síðustu tvö sumur leikið með Fjarðabyggð í 1. deildinni og býr af þeirri reynslu. Margir ungir leikmenn mættu taka Daníel sér til fyrirmyndar og söðla um og fara út á land til fá reynslu og þroskast sem einstaklingar. Daníel er naut af manni, sterkur í loftinu og er þar að auki mjög röskur miðað við stærð og þyngd.

Egill Jónsson - KR

Leikir í meistaraflokki: 9
Mörk: 1
Fæddur. 1991
Egill kom skemmtilega inn í lið KR síðasta sumar eftir að Rúnar Kristinsson tók við liðinu. Hefur lítið sem ekkert spilað í vetur vegna meiðsla en gæti reynst KR-ingum drjúgur í sumar. Er afar snjall leikmaður með góðan knattspyrnuheila. Er góður að setja upp spil en vantar örlítið upp á snerpu og hraða.
banner
banner
banner