Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fim 07. júní 2018 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM spáin: F-riðill - 4. sæti
Suður-Kórea
Suður-Kórea á að vera lakasta liðið í F-riðli.
Suður-Kórea á að vera lakasta liðið í F-riðli.
Mynd: Getty Images
Son Heung-min besti leikmaður Suður-Kóreu.
Son Heung-min besti leikmaður Suður-Kóreu.
Mynd: Getty Images
Ki Sung-Yueng er fyrirliði Suður-Kóreu.
Ki Sung-Yueng er fyrirliði Suður-Kóreu.
Mynd: Getty Images
Shin Tae-yong, þjálfari Suður-Kóreu.
Shin Tae-yong, þjálfari Suður-Kóreu.
Mynd: Getty Images
Koo er liðsfélagi Alfreðs Finnbogasonar hjá Augsburg.
Koo er liðsfélagi Alfreðs Finnbogasonar hjá Augsburg.
Mynd: Getty Images
Spá Fótbolta.net í riðlakeppni HM heldur áfram í dag. Eftir því sem líður á daginn verður spáin fyrir F-riðilinn opinberuð. Við byrjum á liðinu sem er spáð fjórða sæti; Suður-Kóreu.

Sjá einnig:
Spáin fyrir A-riðil
Spáin fyrir B-riðil
Spáin fyrir C-riðil
Spáin fyrir D-riðil
Spáin fyrir E-riðil

HM í Rússlandi hefst eftir nokkra daga. Opnunarleikurinn er á milli heimamanna og Sádí-Arabíu 14. júní og sjálfur úrslitaleikurinn verður 15. júlí næstkomandi.

Spámenn Fótbolta.net: Cloe Lacasse, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Logi Gylfason, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Mist Rúnarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Orri Rafn Sigurðarson, Sara Hrund Helgadóttir, Tryggvi Guðmundsson.

Liðin fengu stig frá 1-4 eftir því sem þeim var spáð í riðlinum. Mest var því hægt að fá 44 stig, minnst 11 stig.

Spá Fótbolta.net fyrir F-riðil:

1. sæti.
2. sæti.
3. sæti.
4. sæti. Suður-Kórea, 17 stig

Staða á heimslista FIFA: 61.

Um liðið: Suður-Kórea hefur komist níu sinnum í röð á Heimsmeistaramótið, aðeins Brasilía, Þýskaland, Argentína og Spánn eru betra skriði. Suður-Kóreumenn hafa hins vegar aðeins komist tvisvar upp úr riðlakeppninni og ólíklegt þykir að það muni gerast í þriðja sinn í Rússlandi.

Þjálfarinn: Shin Tae-yong heitir þjálfari Suður-Kóreu. Shin er 49 ára gamall og er fyrrum landsliðsmaður Suður-Kóreu, hann lék 23 landsleiki á leikmannaferli sínum. Shin lék nánast allan sinn feril fyrir Seongnam í heimalandinu og að þjálfa liðið var hans fyrsta starf sem aðalþjálfari. Hann stýrði liðinu til sigurs í Meistaradeild Asíu árið 2010 en hætti með liðið tveimur árum síðar.

Hann var aðstoðarþjálfari Suður-Kóreu frá 2014 til 2017 en er hann starfaði sem aðstoðarþjálfari, þá var hann einnig um tíma þjálfari U20 og U23 liða Suður-Kóreu. Hann tók við aðalliðinu eftir að hinn þýski Uli Stielike var rekinn.

Shin stýrði síðustu tveimur leikjum Suður-Kóreu í undankeppninni og kom liðinu til Rússlands. Báðir leikirnir undir hans stjórn enduðu í markalausu jafntefli en það kom ekki að sök.

Árangur á síðasta HM: Féllu út í riðlakeppninni.

Besti árangur á HM: Fjórða sæti árið 2002.

Leikir á HM 2018:
18. júní, Svíþjóð - Suður-Kórea (Nizhny Novgorod)
23. júní, Suður-Kórea - Mexíkó (Rostov-On-Don)
27. júní, Suður-Kórea - Þýskaland (Kazan)

Af hverju Suður-Kórea gæti unnið leiki: Liðið stóð sig ekki vel í undankeppnini en það hefur bætt sig undir stjórn Shin. Suður-Kórea getur sótt hratt, mjög hratt, Það eru gæði sóknarlega, sérstaklega þegar kemur að Son Heung-min, leikmanni Tottenham. Það er leikmaður í hæsta gæðaflokki. Nokkrir sóknarleikmenn hjá Suður-Kóreu eru að glíma við meiðsli og því er sett enn meiri ábyrgð á Son. Hann á að geta höndlað þessa ábyrgð.

Það eru líka nokkur gæði á miðjunni í leikmönnum eins og Ki Sung-Yeung, Koo Ja-cheol og Lee Jae-sung. Ef þessir leikmenn geta komið saman með Son þá geta Suður-Kóreumenn verið hættulegir.

Af hverju Suður-Kórea gæti tapað leikjum: Það er ljóst að varnarlega er liðið slakt og hefur varnarleikurinn hjá Suður-Kóreu ekki verið sérstakur síðan Guus Hiddink var stjórinn. Varnarlega er liðið mjög slakt og einstaklingsmistök eru alltof tíð. Svo gæti farið að sóknarmenn Þýskalands, Mexíkó og Svíþjóðar fái skemmtidag gegn slakri varnarlínu Suður-Kóreu.

Suður-Kóreumenn eru þá ekki sterkasta landslið í heimi þegar kemur að föstum leikatriðum.

Stjarnan: Son Heung-min er besti leikmaðurinn í þessu liði. Son er að koma úr góðu tímabili með Tottenham og óumdeilanlega með mikil gæði á fótboltavellinum. Stuðningsmenn Suður-Kóreu vonast til þess að hann muni töfra eitthvað fram í sóknarleiknum.

Shin þarf að finna út úr því hvar best er að spila Son hjá Suður-Kóreu, hvort það sé í sókninni eða á kantinum. Líklegt þykir að Son spili í tveggja manna framherjalínu í Rússlandi.

Fylgstu með: Koo Ja-cheol, liðsfélagi Alfreðs Finnbogasonar hjá Augsburg í Þýskalandi. Ekki er víst að hann byrji fyrsta leik, en þetta er skemmtilegur leikmaður. Miðjumaður með góða sendingagetu og getur haldið boltanum vel. Hann getur líka skorað mörk og hefur honum verið líkt við Frank Lampard. Eigum við ekki að segja að hann sé Frank Lampard þeirra Suður-Kóreubúa.

Líklegt byrjunarlið að mati Yahoo Sports (4-4-2): Kim Seung-gyu; Lee Yong, Kim Young-gwon, Jang Hyun-soo, Kim Jin-su; Kwon Chang-hoon, Park Joo-ho, Ki Sung-yeung, Lee Jae-sung; Son Heung-min, Hwang Hee-chan.

Leikmannahópurinn:

Markverðir: Kim Seung-Gyu (Vissel Kobe), Kim Jin-Hyeon (Cerezo Osaka), Cho Hyun-Woo (Daegu FC)

Varnarmenn: Kim Young-Gwon (Guangzhou Evergrande), Jang Hyun-Soo (FC Tokyo), Jung Seung-Hyun (Sagan Tosu), Yun Yong-Sun (Seongnam FC), Oh Ban-Suk (Jeju United), Kim Min-Woo (Sangju Sangmu), Park Joo-Ho (Ulsan Hyundai), Hong Chul (Sangju Sangmu), Go Yo-Han (FC Seoul), Lee Yong (Jeonbuk Hyundai Motors)

Miðjumenn: Ki Sung-Yueng (Swansea City), Jung Woo-Young (Vissel Kobe), Ju Se-Jong (Asan Mugunghwa FC), Koo Ja-Cheol (FC Augsburg), Lee Jae-Sung (Jeonbuk Hyundai Motors), Lee Seung-Woo (Hellas Verona), Moon Seon-Min (Incheon United),

Sóknarmenn: Kim Shin-Wook (Jeonbuk Hyundai Motors), Son Heung-Min (Tottenham Hotspur), Hwang Hee-Chan (FC Red Bull Salzburg)
Athugasemdir
banner
banner
banner