Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. mars 2010 11:11
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Steven Gerrard: Tel að ég geti gert betur
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, hefur viðurkennt að spilamennska sín hafi ekki verið upp á það besta á tímabilinu.

Gerrard segist þurfa að bæta sig en hann vonast til að geta hjálpað Liverpool að ná Meistaradeildarsæti á lokasprettinum á tímabilinu.

,,Ég tel að ég geti gert betur, ef að þú horfir á það hvernig ég hef leikið á öllu tímabilinu þá er ég ekki fullkomlega ánægður, ég hef ekki komist á það stig sem ég vil vera á," sagði Gerrard.

,,Það veldur mér ekki áhyggjum því að ég hef ennþá trú á að ég geti snúið þessu við, ég hef leikið vel á tímabilinu en síðan hafa komið leikir þar sem ég hef ekki verið fullkomlega ánægður."

,,Ég er sjálfur minn versti gagnrýnandi, ég veit hvenær ég leik vel og ég veit hvenær ég þarf að stíga upp. Áskorunin fyrir mig í síðustu leikjunum er að stíga upp og koma Liverpool í fjórða sætið, reyna að komast í úrslitaleik í Evrópudeildinni og fara á HM."

banner
banner
banner