Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 23. apríl 2013 12:30
Magnús Már Einarsson
„Boltinn er að breytast"
Leikmannakynning - Jóhann Birnir Guðmundsson (Keflavík)
Tekkland
Jóhann Birnir lék á sínum tíma með Watford á Englandi, Lyn í Noregi, og sænsku félögunum Örgryte og GAIS.
Jóhann Birnir lék á sínum tíma með Watford á Englandi, Lyn í Noregi, og sænsku félögunum Örgryte og GAIS.
Mynd: .
,,Úti eru liðin meira í að halda boltanum.  Hérna reyna lið að skora strax um leið og þau vinna boltann.  Það eru skyndisóknir í hverri einustu sókn.  Það tók smá tíma að ná því.  Það er skrýtið að segja það en það er meiri hraði hérna en án gæða.
,,Úti eru liðin meira í að halda boltanum. Hérna reyna lið að skora strax um leið og þau vinna boltann. Það eru skyndisóknir í hverri einustu sókn. Það tók smá tíma að ná því. Það er skrýtið að segja það en það er meiri hraði hérna en án gæða.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
,,Við erum með fullt af tæknilega góðum leikmönnum og nú er vandamálið meira að fylla upp í varnarstöðurnar en sóknarstöðurnar.  Það hefur alltaf verið þannig hjá Íslandi að það hefur verið ekkert mál að finna varnarmenn.  Það er meiriháttar gaman að horfa á þessa þróun.“
,,Við erum með fullt af tæknilega góðum leikmönnum og nú er vandamálið meira að fylla upp í varnarstöðurnar en sóknarstöðurnar. Það hefur alltaf verið þannig hjá Íslandi að það hefur verið ekkert mál að finna varnarmenn. Það er meiriháttar gaman að horfa á þessa þróun.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég bjóst ekki við að okkur yrði spáð falli.  Þetta skiptir samt ekki miklu máli, þetta er þannig séð betra fyrir okkur.
,,Ég bjóst ekki við að okkur yrði spáð falli. Þetta skiptir samt ekki miklu máli, þetta er þannig séð betra fyrir okkur.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Jóhann Birnir Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur, kom heim til Íslands árið 2008 eftir tíu ár í atvinnumennsku erlendis. Hann segist hafa fundið mun á fótboltanum hér heima áður en að hann fór út og eftir að hann kom heim.

,,Ég held að boltinn sé betri. Umgjörðin er miklu betri. Það eru sjónvarpsútsendingar og síðan er netið komið sem gerir þetta allt öðruvísi. Liðin eru farin að æfa meira og gæðin eru betri,“ sagði Jóhann sem finnst íslensk lið skorta þolinmæði á köflum.

,,Úti eru liðin meira í að halda boltanum. Hérna reyna lið að skora strax um leið og þau vinna boltann. Það eru skyndisóknir í hverri einustu sókn. Það tók smá tíma að ná því."

,,Það er skrýtið að segja það en það er meiri hraði hérna en án gæða. Það er samt allt að koma. FH-ingar eru kannski komnir lengst í því að halda bolta en Breiðablik og fleiri lið eru farin að halda boltanum mjög vel. Boltinn er að breytast.“


Ótrúleg gæði í yngri flokkunum:
Jóhann Birnir getur sjálfur kennt ungum og upprenandi fótboltamönnum að halda boltanum innan liðsins.

,,Maður er að reyna að gera það. Ég er að þjálfa fjórða flokk þriðja árið í röð núna og það er gaman að taka þátt í því. Mér finnst þetta mjög gaman og síðan kemur í ljós hvað verður í framtíðinni.“

Jóhann segir að gæðin í yngir flokkunum á Íslandi séu mjög góð í dag. ,,Þau eru ótrúleg. Með fótboltahöllunum þá æfa krakkarnir allt árið um kring og það sést á yngri landsliðunum og A-landsliðinu núna að strákarnir sem eru að koma upp eru allt öðruvísi en fótboltamennirnir sem voru að koma upp fyrir 15-20 árum.“

,,Við erum með fullt af tæknilega góðum leikmönnum og nú er vandamálið meira að fylla upp í varnarstöðurnar en sóknarstöðurnar. Það hefur alltaf verið þannig hjá Íslandi að það hefur verið ekkert mál að finna varnarmenn. Það er meiriháttar gaman að horfa á þessa þróun.“


Fylgist ennþá með Watford:
Á ferli sínum í atvinnumennsku spilaði Jóhann meðal annars með Watford í ensku úrvalsdeildinni. Watford er í dag í þriðja sæti í ensku Championship deildinni og Jóhann fylgist ennþá með sínum gömlu félögum.

,,Ég var þarna í þrjú ár og það var meiriháttar tími og þvílíkt skemmtilegt. Það snýst allt um fótbolta hjá þessu fólki og það var rosalega gaman að vera hluti af þessu. Fara á alla þessa velli og fá stemninguna alveg beint í æð.“

,,Það eru fáir eftir hjá félaginu síðan að ég var þarna en maður fylgist alltaf með. Það er leiðinlegt að þeir klúðruðu þessu í lokin að komast beint upp."

,,(Gianfranco) Zola er að gera mjög góða hluti en það verður gaman að sjá ef þeir komast upp hvað verður um alla þessa leikmenn. Þeir eru með þrettán leikmenn í láni sem er frekar furðulegt.“


Ekki hægt að kenna boltanum um í sumar:
Jóhann Birnir birti fyrr í mánuðinum mynd á Twitter af adidas boltanum sem átti að nota í Pepsi-deildinni í sumar þar sem hann var sprunginn. Eftir mikla gagnrýni var ákveðið að skipta um bolta og leika með aðalkeppnisboltann í deildinni.

,,Ég held að það sé búið að koma á daginn að boltinn hafi ekki alveg verið sá besti. Ef það hefði verið ákveðið að nota þennan bolta þá hefðum við spilað með hann. Maður telur sig ekki vera of góðan fyrir svona bolta en eftir tvær æfingar hjá okkur voru þrír boltar ónýtir. Ég set spurningamerki við það. "

,,Boltanum til varnar þá fórum við með hann til Spánar og hann var aðeins betri úti en í Reykjaneshöllinni,“
segir Jóhann og bætir við að leikmenn geti ekki kennt boltanum um mistök í sumar. ,,Maður getur ekki afsakað sig lengur ef maður er eitthvað að missa boltann frá sér.“

Bjóst ekki við að vera spáð falli:
Keflvíkingum er spáð ellefta sæti í Pepsi-deildinni en Jóhann er lítið að stressa sig á þeirri spá.

,,Ég bjóst ekki við að okkur yrði spáð falli. Þetta skiptir samt ekki miklu máli, þetta er þannig séð betra fyrir okkur,“ sagði Jóhann sem er bjartsýnn fyrir sumarið.

,,Ég tel okkur geta verið þokkalega. Við erum með mjög svipað lið og í fyrra. Við misstum Gumma, Hilmar Geir og Jóa Ben en erum búnir að fá ágætis leikmenn í staðinn. Ég held að við verðum á svipuðu róli og í fyrra."

,,Á miðjunni erum við með Sigurberg, Arnór Ingva, Frans og fleiri sem ég geri ráð fyrir að verði betri en í fyrra. Þeir fengu mikilvægar mínútur í fyrra og ég held að þetta verði fínt. Ég hef ekki miklar áhyggjur. Auðvitað getur allt gerst og við erum ekki með mestu breidd í heimi en við stefnum hærra en þetta.“


Guðmundur Steinarsson, markahæsti leikmaður Keflavíkur frá upphafi, er genginn til liðs við Njarðvík og Jóhann segir að það verði erfitt að fylla hans skarð.

,,Gummi er farinn og það er smá spurningamerki með sóknarleikinn. Hann hefur verið miðjan í honum. Við fengum serbneskan senter en ég get eiginlega ekki lagt mat á það núna hvernig hann verður. Hann er bara búinn að spila tvo leiki. Á móti KF og einhverju skítaliði á Spáni. Hann er búinn að vera sprækur á æfingum en það er ekki það sama," sagði Jóhann Birnir að lokum við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner