Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 17. mars 2017 19:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Njósnarar Man Utd og Arsenal sáu Bakayoko skora
Bakayoko er eftirsóttur.
Bakayoko er eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Arsenal, Juventus og Manchester United voru öll með njósnara á leik Mónakó og Manchester City í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Leikmaðurinn sem njósnararnir voru að fylgjast með var Tiemoue Bakayoko, miðjumaður Mónakó.

Bakayoko, sem er 22 ára gamall, hefur verið að spila fantavel í Frakklandi og það hefur orðið til þess að stærstu lið Evrópu eru farin að bera kvíurnar í hann.

Bakayoko var á skotskónum á miðvikudaginn, en hann skoraði markið mikilvæga sem tryggði Mónakó áfram í 8-liða úrslit. Hann kom sínum mönnum í 3-1 með skallamarki.

Samkvæmt frönsku fréttasíðunni Foot 365 voru njósnarar frá Arsenal, Juventus og Man Utd á leiknum. Öll liðin eru sögð fylgjast með Bakayoko í þeirri von um að kaupa hann í sumar.

Hann mun þó ekki fara ódýrt, en verð hans fer hækkandi. Mónakó er sagt vilja fá meira en 50 milljónir punda fyrir hann.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner