Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 02. maí 2017 15:00
Arnar Daði Arnarsson
Hallbera spáir í 2. umferð í Pepsi-deild kvenna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH og Fylkir mætast í kvöld.
FH og Fylkir mætast í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Keppni í Pepsi-deild kvenna hófst í síðustu viku. Mótið fer fyrr af stað en venjulega þar sem gert verður hlé í júlí vegna EM.

Í kvöld hefst 2. umferð deildarinnar með tveimur leikjum og henni lýkur svo annað kvöld með þremur leikjum.

Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir leikmaður Djurgarden í Svíþjóð spáir í spilin fyrir aðra umferðina í dag.

Þór/KA 1 - 2 Breiðablik (í dag 18:00)
Þór/KA byrjaði mótið á mjög góðum sigri á Val og eru til alls líklegar. Blikarnir misstu lykilleikmann í bann í síðasta leik en eru á móti að fá margar sterkar stelpur til baka frá USA sem gætu spilað. Þessi leikur verður stál í stál.

FH 1 - 0 Fylkir (í kvöld 19:15)
FH ler með nokkra af efnilegustu leikmönnum landsins í sínu liði auk þess að markvörðurinn virðist hafa átt stórleik í fyrstu umferðinni. Spái jöfnum leik þar sem heimaliðið tekur öll stigin með 1-0 sigri.

Valur 2 - 0 ÍBV (á morgun 18:00)
Því miður fyrir ÍBV þá tapaði Valur fyrsta leik í deildinni og mæta því dýrvitlausar til leiks. Yrði afar hissa ef mínir gömlu félagar myndu ekki vinna þennan leik nokkuð sannfærandi.

Stjarnan 3 - 0 KR (á morgun 19:15)
Ég held að Stjarnan fari með öruggan sigur af hólmi 3-0. Frammlína Stjörnunnar er ein sú besta í deildinni og þó svo að Edda Garðars muni mæta með vel skipulagt lið á Samsung þá munu Katrín Ásbjörns og Gumma gera útum leikinn þegar líður á seinni hálfleik.

Grindavík 3 - 2 Haukar (á morgun 19:15)
Þessi lið verða að berjast fyrir lífi sínu í sumar og því þurfa bæði lið nauðsynlega að taka 3 stig úr þessum leik. Jafntefli yrði slæm niðurstaða fyrir bæði lið og þessi leikur verður því opinn og skemmtilegur.

Fyrri spámenn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (3 réttir)
Athugasemdir
banner
banner