mið 01.maí 2024 10:00 Mynd: Helgi Þór Gunnarsson |
|
Spá þjálfara í 2. deild: 5. sæti
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Þrótti Vogum er spáð fimmta sætinu í sumar.
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5. Þróttur V., 92 stig
6. Ægir, 78 stig
7. Höttur/Huginn, 56 stig
8. KFG, 54 stig
9. Völsungur, 37 stig
10. Reynir S., 35 stig
11. KF, 27 stig
12. Kormákur/Hvöt, 13 stig
5. Þróttur V.
Þróttarar ætla sér ekkert annað en að vera í toppbaráttu, það eru alveg hreinar línur. Og fimmta sætið væru vonbrigði. Vogamenn sneru aftur í 2. deild í fyrra eftir stutt stopp í Lengjudeildinni, en þeir voru þremur stigum frá því í fyrra. Það er mikill metnaður í kringum þetta félag og fer þar líklega framkvæmdastjórinn, Marteinn Ægisson, fremstur í flokki. Þróttarar hafa litið vel út í vetur og fóru með sigur af hólmi í B-deild Lengjubikarsins eftir bráðskemmtilegan úrslitaleik gegn Haukum þar sem þeir sýndu mikinn karakter eftir að hafa lent 2-0 undir. Þeir eru til alls líklegir í sumar með nýjan þjálfara í brúnni.
Þjálfarinn: Herra Fjölnir, Gunnar Már Guðmundsson, var í vetur ráðinn þjálfari Þróttar. Gunnar Már gerði tveggja ára samning við Þrótt en hann var síðast aðalþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fjölni 2016 og 2017. Eftir það tók hann við starfi sem yfirþjálfari yngriflokka hjá Fjölni, auk þess að hafa verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla þar til hann lét af störfum haustið 2021. Hann spilaði fyrir Fjölni, FH, ÍBV og Þór í efstu deild karla á tíma sínum sem leikmaður og lék einn A-landsleik, auk fimm bikarúrslitaleikja. Á tíma sínum hjá Fjölni afrekaði Gunnar það að spila í fjórum efstu deildum íslenska boltans.
Sjá einnig:
Bauðst til að taka 6. flokk en fékk svo spennandi símtal úr Vogum
Stóra spurningin: Er gott að vinna Lengjubikarinn?
Eins og áður kemur fram þá unnu Þróttarar Lengjubikarinn fyrr í þessari viku eftir úrslitaleik gegn Haukum. Í fyrra voru það Haukar sem unnu keppnina eftir úrslitaleik gegn ÍR. Haukar sáu ekki til sólar þegar í mótið var komið á meðan ÍR fór upp um deild. Er það góðs merki að vinna Lengjubikarinn? Það er nú líka klárlega spurning hver eigi að skora mörkin þar sem Adam Árni Róbertsson og Kári Sigfússon, tveir langmarkahæstu leikmenn liðsins frá því í fyrra, eru báðir farnir.
Lykilmenn:
Ásgeir Marteinsson: Kannski að hann skori bara mörkin? Er einfaldlega alltof góður fyrir þessa deild. Gæti klárlega hjálpað liðum í Bestu deildinni og verður svindlkall í sumar ef hann verður í hörkustandi.
Haukur Darri Pálsson: Miðjumaður sem hefur verið sjóðandi heitur í vetur. Skoraði sex mörk í sjö leikjum í Lengjubikarnum, og það er vonandi fyrir Þróttara að hann taki það með sér inn í deildina. Haukur Darri er uppalinn í Breiðabliki en er á leið inn í sitt þriðja tímabili með Þrótti.
Hreinn Ingi Örnólfsson: Varnarmaður með gríðarlega reynslu og mikla leiðtogahæfileika. Á fjölmarga leiki að baki í Lengjudeildinni og á að geta bundið saman varnarleik Þróttar í 2. deildinni í sumar.
Komnir:
Ásgeir Marteinsson frá Aftureldingu
Benjamín Jónsson frá Fram (á láni)
Eiður Baldvin Baldvinsson frá KR (á láni)
Eiður Jack Erlingsson frá Þrótti R. (á láni)
Franz Bergmann Heimisson frá Elliða
Hilmar Starri Hilmarsson frá Val (á láni)
Jóhannes Karl Bárðarson frá Víkingi R. (á láni)
Jón Veigar Kristjánsson frá Augnabliki
Julian Ingi Friðgeirsson frá Augnabliki
Jökull Blængsson frá Elliða
Kostiantyn Pikul frá Þrótti R.
Róbert William G. Bagguley frá Njarðvík (á láni)
Rökkvi Rafn Agnesarson frá KV
Farnir:
Adam Árni Róbertsson í Grindavík
Agnar Guðjónsson í Árbæ
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson í Hafnir
Atli Dagur Ásmundsson í KFK (á láni)
Atli Gunnar Guðmundsson í ÍH
Björgvin Stefánsson í Þrótt R.
Gunnar Óli Björgvinsson í ÍH
Kári Sigfússon í Keflavík
Kristófer Jacobson Reyes til Tælands
Magnús Snær Dagbjartsson í KV
Nikola Dejan Djuric í Hvíta riddarann
Rúnar Gissurarson í Keflavík
Stefán Jón Friðriksson í Keflavík (var á láni)
Þórhallur Ísak Guðmundsson í Þrótt R.
Þjálfarinn segir - Gunnar Már Guðmundsson
„Það er ekkert óeðlilegt við þessa spá - þ.e.a.s. við enduðum í fyrra í fjórða sæti með jafnmörg stig og fimmta sætið. Það eru mjög miklar breytingar á liðum og leikmannahópum í þessari deild á milli ára svo þessi spá er mjög líklega byggð á tímabilinu á undan."
„Maður er bjartsýnn fyrir tímabilið en á sama tíma frekar óöruggur á því hvar við stöndum þegar tímabil hefst. Við höfum verið fremur óheppnir með meiðsli seinustu vikur sem truflar undirbúninginn, en það er að klárast vonandi á réttum tímapunkti."
„Þróttur Vogum mætir í þetta sumar með mjög mikið endurnýjað lið - fengum til okkar mikið af ungum strákum sem ólmir vilja sanna sig í meistaraflokksfótbolta í bland við reyndari leikmenn sem binda liðið saman við þá sem fyrir voru. Við mætum til leiks með stemningu og stuðning frá fólkinu í kringum félagið og frá bæjarfélaginu."
Fyrstu þrír leikir Þróttar:
4. maí, KFA - Þróttur V. (Fjarðabyggðarhöllin)
11. maí, Þróttur V. - Höttur/Huginn (Vogaídýfuvöllur)
18. maí, Víkingur Ó. - Þróttur V. (Ólafsvíkurvöllur)
1.
2.
3.
4.
5. Þróttur V., 92 stig
6. Ægir, 78 stig
7. Höttur/Huginn, 56 stig
8. KFG, 54 stig
9. Völsungur, 37 stig
10. Reynir S., 35 stig
11. KF, 27 stig
12. Kormákur/Hvöt, 13 stig
5. Þróttur V.
Þróttarar ætla sér ekkert annað en að vera í toppbaráttu, það eru alveg hreinar línur. Og fimmta sætið væru vonbrigði. Vogamenn sneru aftur í 2. deild í fyrra eftir stutt stopp í Lengjudeildinni, en þeir voru þremur stigum frá því í fyrra. Það er mikill metnaður í kringum þetta félag og fer þar líklega framkvæmdastjórinn, Marteinn Ægisson, fremstur í flokki. Þróttarar hafa litið vel út í vetur og fóru með sigur af hólmi í B-deild Lengjubikarsins eftir bráðskemmtilegan úrslitaleik gegn Haukum þar sem þeir sýndu mikinn karakter eftir að hafa lent 2-0 undir. Þeir eru til alls líklegir í sumar með nýjan þjálfara í brúnni.
Þjálfarinn: Herra Fjölnir, Gunnar Már Guðmundsson, var í vetur ráðinn þjálfari Þróttar. Gunnar Már gerði tveggja ára samning við Þrótt en hann var síðast aðalþjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fjölni 2016 og 2017. Eftir það tók hann við starfi sem yfirþjálfari yngriflokka hjá Fjölni, auk þess að hafa verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla þar til hann lét af störfum haustið 2021. Hann spilaði fyrir Fjölni, FH, ÍBV og Þór í efstu deild karla á tíma sínum sem leikmaður og lék einn A-landsleik, auk fimm bikarúrslitaleikja. Á tíma sínum hjá Fjölni afrekaði Gunnar það að spila í fjórum efstu deildum íslenska boltans.
Sjá einnig:
Bauðst til að taka 6. flokk en fékk svo spennandi símtal úr Vogum
Stóra spurningin: Er gott að vinna Lengjubikarinn?
Eins og áður kemur fram þá unnu Þróttarar Lengjubikarinn fyrr í þessari viku eftir úrslitaleik gegn Haukum. Í fyrra voru það Haukar sem unnu keppnina eftir úrslitaleik gegn ÍR. Haukar sáu ekki til sólar þegar í mótið var komið á meðan ÍR fór upp um deild. Er það góðs merki að vinna Lengjubikarinn? Það er nú líka klárlega spurning hver eigi að skora mörkin þar sem Adam Árni Róbertsson og Kári Sigfússon, tveir langmarkahæstu leikmenn liðsins frá því í fyrra, eru báðir farnir.
Lykilmenn:
Ásgeir Marteinsson: Kannski að hann skori bara mörkin? Er einfaldlega alltof góður fyrir þessa deild. Gæti klárlega hjálpað liðum í Bestu deildinni og verður svindlkall í sumar ef hann verður í hörkustandi.
Haukur Darri Pálsson: Miðjumaður sem hefur verið sjóðandi heitur í vetur. Skoraði sex mörk í sjö leikjum í Lengjubikarnum, og það er vonandi fyrir Þróttara að hann taki það með sér inn í deildina. Haukur Darri er uppalinn í Breiðabliki en er á leið inn í sitt þriðja tímabili með Þrótti.
Hreinn Ingi Örnólfsson: Varnarmaður með gríðarlega reynslu og mikla leiðtogahæfileika. Á fjölmarga leiki að baki í Lengjudeildinni og á að geta bundið saman varnarleik Þróttar í 2. deildinni í sumar.
Komnir:
Ásgeir Marteinsson frá Aftureldingu
Benjamín Jónsson frá Fram (á láni)
Eiður Baldvin Baldvinsson frá KR (á láni)
Eiður Jack Erlingsson frá Þrótti R. (á láni)
Franz Bergmann Heimisson frá Elliða
Hilmar Starri Hilmarsson frá Val (á láni)
Jóhannes Karl Bárðarson frá Víkingi R. (á láni)
Jón Veigar Kristjánsson frá Augnabliki
Julian Ingi Friðgeirsson frá Augnabliki
Jökull Blængsson frá Elliða
Kostiantyn Pikul frá Þrótti R.
Róbert William G. Bagguley frá Njarðvík (á láni)
Rökkvi Rafn Agnesarson frá KV
Farnir:
Adam Árni Róbertsson í Grindavík
Agnar Guðjónsson í Árbæ
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson í Hafnir
Atli Dagur Ásmundsson í KFK (á láni)
Atli Gunnar Guðmundsson í ÍH
Björgvin Stefánsson í Þrótt R.
Gunnar Óli Björgvinsson í ÍH
Kári Sigfússon í Keflavík
Kristófer Jacobson Reyes til Tælands
Magnús Snær Dagbjartsson í KV
Nikola Dejan Djuric í Hvíta riddarann
Rúnar Gissurarson í Keflavík
Stefán Jón Friðriksson í Keflavík (var á láni)
Þórhallur Ísak Guðmundsson í Þrótt R.
Þjálfarinn segir - Gunnar Már Guðmundsson
„Það er ekkert óeðlilegt við þessa spá - þ.e.a.s. við enduðum í fyrra í fjórða sæti með jafnmörg stig og fimmta sætið. Það eru mjög miklar breytingar á liðum og leikmannahópum í þessari deild á milli ára svo þessi spá er mjög líklega byggð á tímabilinu á undan."
„Maður er bjartsýnn fyrir tímabilið en á sama tíma frekar óöruggur á því hvar við stöndum þegar tímabil hefst. Við höfum verið fremur óheppnir með meiðsli seinustu vikur sem truflar undirbúninginn, en það er að klárast vonandi á réttum tímapunkti."
„Þróttur Vogum mætir í þetta sumar með mjög mikið endurnýjað lið - fengum til okkar mikið af ungum strákum sem ólmir vilja sanna sig í meistaraflokksfótbolta í bland við reyndari leikmenn sem binda liðið saman við þá sem fyrir voru. Við mætum til leiks með stemningu og stuðning frá fólkinu í kringum félagið og frá bæjarfélaginu."
Fyrstu þrír leikir Þróttar:
4. maí, KFA - Þróttur V. (Fjarðabyggðarhöllin)
11. maí, Þróttur V. - Höttur/Huginn (Vogaídýfuvöllur)
18. maí, Víkingur Ó. - Þróttur V. (Ólafsvíkurvöllur)