Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. júní 2018 15:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lið 8. umferðar - Þrír frá Stjörnunni og þjálfarinn líka
Þrír leikmenn í þriðja sinn í liðinu
Guðjón Pétur skoraði og lagði upp.
Guðjón Pétur skoraði og lagði upp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur og Steven Lennon eru í þriðja sinn í liði umferðarinnar.
Baldur og Steven Lennon eru í þriðja sinn í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í gærkvöld lauk 8. umferð Pepsi-deildar karla með tveimur frábærum fótboltaleikjum.

Stjarnan lék sér að Fjölni í gær og skoraði fimm mörk á stuttum kafla í byrjun seinni hálfleiks. Þrír Stjörnumenn komast í úrvalslið áttundu umferðar. Þorsteinn Már Ragnarsson og Baldur Sigurðsson eru í liðinu aðra umferðina í röð og þá kemur Guðmundur Steinn Hafsteinsson inn í það. Fleiri Stjörnumenn hefðu án efa getað verið í liðinu. Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari umferðarinnar.


Íslandsmeistarar Vals eru á toppnum eftir sigur á KA. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði eitt og lagði upp eitt og er á miðjunni ásamt Baldri. Arnar Sveinn Geirsson hefur komið sterkur inn í vörn Vals eftir að hann var kallaður úr láni frá KH. Arnar Sveinn er í liði umferðarinnar í annað sinn í röð.

Steven Lennon skoraði besta mark Íslandsmótsins hingað til í gær þegar FH gerði 2-2 jafntefli við KR. Kristinn Jónsson sýndi flottan leik sóknarlega og varnarlega og lagði upp eitt mark fyrir KR í þessum geggjaða fótboltaleik.

Davíð Þór Ásbjörnsson fór fyrir sínum mönnum í Fylki er Árbæjarliðið lagði Keflavík í nýliðaslag. Emil Ásmundsson og Ásgeir Örn Arnþórsson voru einnig sterkir í þeim leik en þeir rétt missa af sæti í liði umferðarinnar.

Víkingur vann þá 2-1 sigur á ÍBV. Bæði lið eiga fulltrúa í liði umferðarinnar. Nikolaj Hansen skoraði bæði mörk Víkings og Halldór Páll Geirsson átti nokkrar góðu vörslur í marki ÍBV. Hann hefur komið sterkur inn fyrir Derby Carrillo.

Breiðablik kláraði Grindavík suður með sjó. Sveinn Aron Guðjohnsen var maður leiksins þar í sterku Blikaliði.

Hér að ofan má sjá lið umferðarinnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner